Heimilið og KRON - 01.06.1940, Page 9
HEIMILIÐ OG KRON
Aðalfundur Sambandsins
Dagana 24.—27. júní s. 1. var aðalfundur
SÍS að Laugarvatni. Aðalfundirnir hafa
undanfarin ár verið haldnir á ýmsum
skólastöðum: Hallormsstað, Reykholti,
Laugarvatni, þar sem húsakostur er næg-
ur fyrir fundargesti. Fulltrúar, sem mæta
ár eftir ár, fá á þennan hátt tækifæri til
að sjá verulegan hluta af landinu. Ferð-
irnar á fundina verða því skemmtiferðir,
jafnhliða og fulltrúar leysa af hendi
skyldustörf sín.
Fundurinn var afar vel sóttur, 67 full-
trúar frá 47 sambandsfélögum voru mætt-
ir, auk þess 7 stjórnarnefndarmenn, fram-
kvæmdarstjórn og endurskoðendur. Af
þeim, sem rétt hafa til fundarsetu, vant-
aði að eins einn fulltrúa. Fulltrúarnir
voru umbjóðendur 16.287 félagsmanna og
munu það fjölmennustu félagssamtök, sem
enn hafa þekkst hér á landi.
Á fundinufn gekk eitt félag í samband-
ið, Kaupfélag Suður-Borgfirðinga á Akra-
nesi.
Styrjaldarástandið og hinir óvissu tímar
framundan settu svip sinn á fundinn. Um-
ræður um nýjar framkvæmdir og starfs-
breytingar voru litlar. En í sambandi við
skýrslur félagsstjórnar og framkvæmdar-
stjórnar, var rætt um hvernig erfiðleikun-
um yrði bezt mætt. Hinn góði hagur Sam-
bandsins og sambandsfélaganna og ágæt
rekstursútkoma siðasta árs gerði léttari
blæ, dró úr þunga yfirstandandi erfiðleika
og gaf von um, að mótstöðukraftur félag-
anna myndi sigrast á afleiðingum styrj-
aldarinnar og skapa þeim að stríðinu
loknu nýja og bjarta framtíð.
Skýrsla félagsstjórnar.
Einar Árnason alþm., formaður Sam-
bandsins, skýrði frá gjörðum sambands-
stjórnar síðasta ár. Hann gat þess, að búið
væri að ganga frá stofnun lífeyrissjóðs S.
í. S. og væTi sjóðurinn nú tekinn til starfa.
Sjóðurinn tryggir lífeyri fyrir starfsmenn
Sambandsins, fyrirtækja þess og þeirra
sambandsfélaga, sem óska. Ennfremur
tryggir hann lífey.ri fyrir ekkjur starfs-
mannanna og börn innan 16 ára aldurs.
Hann gat þess ennfremur, að stjórnin
væri að undirbúa stofnun bréfaskóla, sem
væntanlega tæki til starfa í haust og yrði
byrjað að kenna:
a. Skipulag samvinnufélaga og starfs-
hætti þeirra.
b. Fundarsköp og framkomu á fund-
um.
c. Bókfærslu.
d. Ensku.
Þá gat hann um viðbætur, sem gerðar
hefðu verið á árinu við verksmiðjur
Sambandsins á Akureyri, bæði aukningu
húsakosts og véla. Loks gat hann um, að
unnið hefði verið að því að samræma og
bæta skipulag sambandsfélaganna og væru
þau nú betur undir erfiðleika styrjaldar
búin en nokku sinni fyrr.
Skýrsla framkvæmdarstjórnar.
Siguröur Kristinsson forstjóri og fram-
kvæmdarstjórarnir Aðalsteinn Kristins-
son og Jón Árnason gáfu skýrslu um starf-
semi Sambandsins síðastliðið ár og hag
þess. Hjá Sambandinu unnu í árslokin
206 karlmenn og 218 konur eða samtals
424 menn, þar af 324 við iðnað og 100 við
verzlun og vörudreifingu.
Vörusala Sambandsins 1939 var:
Erlendar vörur og innlendar iðnaðarvör-
ur frá öðrum en verk-
smiðjum Sís .......... kr. 13.079.446.00
Innlendar afurðir......... — 14.959.352.00
57