Hlín - 01.01.1927, Qupperneq 2
Kvennaskólinn á Blönduósi.
Kensla hefst í skólanum hinn 15. október í haust, en hauststörf
byrja 1. okt., svo æskilegt væri að nemendur yrðu þá sem flestir
komnir.
Kent verður: Hússtjórn, vefnaður, allskonar kvenfatasaumur
og' önnur handavinna og karlmannafatasaumur í sjerstakri deild.
— í bóklegu er aðal-áhersla lögð á íslensku og' reikning. .
Inntökuskilyrði í skólann eru þessi:
a. Að umsækjandi sje ekki yngri en 14 árá. Við hússtjórnarstörf
helst ekki yngri en 18 ára.
b. Að hann hafi engan næman sjúkdóm, sje hraustur og heilsu-
góður og sanni þetta með læknisvottorði.
c. Að hann hafi vottorð um góða hegðun.
d. Að helmingur af skólagjaldi og fæðisgjaldi sje greitt við inn-
töku, og ábyrgð sett fyrir eftirstöðvum.
e. Að umsækjandi sanni með vottorði, að hann hafi tekið fuiin-
aðarpróf samkvæmt fræðslulögum, ella gangi undir inntöku-
próf, þegar hann kemur í skólann.
Skólagjald er 75 kr. um námstímann.
Nemendur hafa haft matarfjelag og skólinn sjer um allar
nauðsynjar.
Skólinn leggur námsmeyjum til rúmstæði með dýnum. Annan
sængurfatnað verða þær að leggja sjer til, svo og góðar hlífðar-
svuntur, handklæði og mundlínur (sei*viettur). — Æskilegt er að
sem flestir af nemendum hafi með sjer saumavjel. — Nemendur
hafi með sjer eina eða fleiri flíkur til að sníða upp úr eða gera
við. Þeir hafi og með sjer sálmabók, Passíusálma og texta við ís-
lenskt söngvasafn. —
Skólinn starfar næsta vetur frá 1. okt. til 14. maí. Að likindum
verða að vorinu, eftir skólauppsögn, námsskeið í vefnaði og' garð-
rækt og máske fleira.
Nú er hvert rúm í skólanum fýrir næsta vetur löngu lofað, en
til leiðbeiningar fyrir þá nemendur, sem sækja vilja um skólann
veturinn 1928—’29, sem þegar er byrjað, skal þess getið, að þá
verður námstíminn frá 15. sept til 20. júní, en kenslufyrirkomu-
lag óbreytt. — Umsóknir sendast formanni skólanefndar, Þór-
ami, hreppstjóra, Jónssyni á Hjaltabakka.
Þær konur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum, sem heldur vilja
gi-eiða andvirði Hlínar á Akureyri, mega afhenda það Arnheiði
Skaftadóttur í Kaupfjel. Eyf. Hún gefur kvittun fyrir gi'eiðslum.