Hlín - 01.01.1927, Side 8
6
Hlín
landsfundi kvenna á Akureyri 1926. Saraþykt var svo-
látandi tillaga:
»Fundurinn skorar á öll kvenfjelög, sem eru í Sam-
bandinu, að láta vinna að garðrækt og blómrækt, hvert
á sínu svæði, með því að koma á leiðbeiningum og ann-
ast undirbúning þeirra«.
Heilbrigðismál: Framsögukona: Hansína Benedikts-
dóttir.
Talaði hún um matarhæfi I'slendinga og ráð til að
bæta það, einnig mintist hún á búning kvenfólksins, að
hann væri óþjóðlegur og óhollur fyrir okkar kalda land.
Samþykt tillaga frá Hjúkrunarfjelaginu »Hlíf« á
Akureyri:
»Fundurinn ályktar að fela stjórn S. N. K. að leitast
við að fá hæfan mann, karl eða konu, til að ferðast um
sambandssvæðið og flytja fyrirlestra um heilbrigðis-
mál«.
Einn karlmaður, Pétur Einarsson frá Ytra-Hóli á
Skagaströnd, bað sjer hljóðs, vildi hann sjerstaklega
benda kvenfólkinu á að iðka íþróttir, einkum sund og
leikfimi, sjer til heilsubótar.
Fundi frestað til næsta dags. N
Laugardaginn 25. júní var fundi haldið áfram.
Emma Jónsdóttir frá Spákonufelli skýrði fundinum
frá nýstofnuðu kvenfjelagi í Vindhælishreppi, sem
heitir »Einingin«, og tilgangi þess. Einnig skýrði Elísa-
bet Guðmundsdóttir á Gili frá nýstofnuðu kvenfjelagi í
Bólstaðahlíðarhreppi, og Ingibjörg Björnsdóttir,
Torfalæk gat einnig um að nýstofnað væri kvenfjelag
í Torfalækjarhreppi og heitir það »Vonin«.
Heimilisiðnaðarmál: Framsöguk.: Halldóra Bjarna-
dóttir.
Tillaga var samþykt frá heimilisiðnaðarnefnd þeirri,
sem kosin var á 2. landsfundi kvenna á Akureyri 1926