Hlín - 01.01.1927, Page 9
Hlín
7
þess efnis, að S. N. K. leggi árlega fram (til 1930)
200.00 til sýnishornakaupa.
Samþykt var tillaga um að semja áskorun til allra
forstjóra kembivjela á landinu um að vanda betur vinnu
sína fyrir almenning (kembingu). Þrjár konur voru
nefndar til að semja þessa áskorun, þær: Halldóra
Bjarnadóttir, Sigurlaug Knudsen og Hansína Bene-
diktsdóttir.
Húsmæðrafræösla: Framsögukona: Jónína Líndal.
Hún skýrði frá gangi húsmæðrafnæðslunnar í land-
inu, einnig tilhögun kenslunnar í Kvennaskólanum á
Blönduósi og framkvæmdum, sem gerðar hafa verið í
skólanum síðastliðið ár. — Engin tillaga kom fram.
Búningamál: Framsögukona: Jóhanna Hemmert.
Skýrði hún frá að vaknaður væri áhugi fyrir því að
lagfæra svo íslenska upphlutsbúninginn að hann yrði
sem þægilegastur fyrir konur og unglinga hversdags-
lega, og gæti komið í staðinn fyrir útlenda búninginn,
sem svo mikið væri farin að tíðkast. Ætti þessi búning-
ur að vera komin í fast horf árið 1930. Málið var mikið
rætt, en engin tillaga kom fram.
Því næst voru lesnir upp reikningar Sambandsins
endurskoðaðir og þeir samþyktir.
Uppeldismál: Framsögukona: Aðalheiður Jónsdóttir,
Hrísum. (Framsöguræða A. J. birtist á öðrum stað í
ritinu.
Svolátandi tillaga samþykt:
»Kvennabandið í Vestur-Húnavatnssýslu skorar á S.
N. K. að gangast fyrir því, að fá sjera Magnús Helga-
son, en ef hann fæst ekki, þá annan hæfan mann, til
þess að ferðast um sambandssvæðið og halda uppeldis-
fræðilega fyrirlestra, svo fljótt sem því verður við kom-
ið«.
Gjaldkeri Sambandsins var kosin til næstu 3. ára