Hlín - 01.01.1927, Page 13
Hlín
11
skamt á veg komið enn. í fyrsta lagi af því að verk-
legar framkvæmdir vilja verða fátækum og fámennum
fjelögum ofurefli, og annað hitt, að fjelagið hefur enn
ekki fengið nema lítinn hluta þessa hóls til umráða, en
fylstu von hefur það um að fá hann allan á næstu
árum.*
Óhætt mun að íullyrða að verr fallinn blett til rækt-
unar mun tæplega að finna í sveitinni, en það eitt
nægði konum að kirjan þeirra stóð á honum. — Að
maklegleikum og sem vott um lofsverðan áhuga skal
þess getið, að Guðrún Sigurðardóttir vinnukona að
Ólafsdal hefur í 10 ár lagt fram og lofað sem svarar
tveggja dagsverka vinnu á áðurnefndum hól umfram
aðrar fjelagskonur. — i vor hefur fjelagið ráðið mann
til starfa á hólnum í hálfan mánuð, þar við bætast dags-
verk frá fjelagskonum, verður þá unnið að byggingu
safnþrór og að jarðabótum eða ræktun hólsins. Enn-
fremur hefur kven- og ungmennafjelag í sameiningu
ráðið garðyrkjukonu, er tekur til starfa nú í vor. —
Það er og fastráðið að fjelögin styrki hana til vefnað-
arnáms á komandi vetri, gegn því að hún starfi á svæði
fjelaganna nokkurn tímla á eftir.
f 5 ár hefur fjelagið haft saumanámsskeið vikutíma
að vorinu fyrir stúlkubörn 8—16 ára. Að jafnaði-hafa
10—15 stúlkur sótt námsskeiðið. Allar stúlkur innan
félagsins, sem þess óska, eiga frían aðgang að kenslu
þessari. Hefur það drjúgum aukið tölu félagskvenna.
Þrjár fjelagskonur hafa annast kensluna og hefur hún
* Saurbærinn er frjósöm og falleg sveit sunnan við Gilsfjörð.
Upp úr sljettlendinu miðju rís nefndur hóll, hjet Skollhóll áður,
en er nú nefndur Kirkjuhóll. Akfærir vegir liggja að og frá.
Kirkjan var reist þarna, er kirkjurnar á Staðarhóli og Hvoli
voru lagðar niður. Ritslj.