Hlín - 01.01.1927, Page 14
12
Hlín
oftast farið fram á heimilum þeirra. Sýningu hefur f je-
lagið haft ár hvért á vinnu telpnanna.
Fjelagið hefur lítilsháttar glatt veika og fátæka. —
19. júní 1919 hjelt fjelagið skemtun, rann ágóðinn
(150.00) í Landsspítalasjóðinn. -—
Fjelagatala er nú 30. — Árstillag 2.00. —
Sjóð hefur fjelagið myndað af tekjuafganginum og
er hann nú á 2. þúsund krónur. — Þrír fundir eru á-
kveðnir á ári og aukafundir eftir þörfum. — Nokkrum
sinnum hafa fjelagskonur unnið muni úr ull og selt til
ágóða fyrir fjelagssjóð. — Aðalskemtidagur fjelagsins
er sumardagurinn fyrsti, þótti konum vel til fallið að
fagna sumarkomunni í von um að fjelaginu yxi nýr
gróður með nýju sumri.
Á síðustu sumardagsskemtuninni hafði fjelagið í
fyrsta skifti sýningu á heimilisiðnaði. Voru sýningar-
munirnir um 80 að tölu, mest prjón, vefnaður og í-
saumur.
Síðast en ekki síst skal þess getið, að á fundi í febrú-
ar 1920 var vakið máls á því að endurreisa húslestra á
heimilum fjelagskvenna, þar sem þeir væru niður lagð-
ir, í von um að fleiri heimili kæmu á eftir. Það má með
sanni segja, að ekkert mál, sem fjelagið hefur hreyft
frá byrjun, hefur fengið jafn einróma undirtektir og
þetta mál, og ber það ljósan vott um, hve kært það er
konunum.
Miklagarði í maí 1927.
St. J. Guðnmmdsdóttir.
Kvenfjelagið »Ósk« á ísafirði
er stofnað 6. febr. 1907.
Aðalstofnandi þess var frú Camilla Bjarnason, sem
nú er kjörin heiðursfjelagi.
Tilgangur fjelagsins er: »Að efla samúð og samvinnu