Hlín - 01.01.1927, Qupperneq 15
Hlln
13
meðal fjelaganna, styðja að öllu því er til ánægju og
þrifa lýtur fyrir hæjarbúa, glæða fjelagslíf þeirra, og
hafa örfandi og mentandi áhrif á æskulýðinn, einkum
ungu stúlkurnar«. -— Skal hjer gerð grein fyrir því
helsta, sem »ósk« hefur unnið að þau 20 árin, sem hún
hún hefur starfað.
Jólatrje fyrir fátæk böm. í 17 ár hefur »ósk« á þrett-
ánda kvöld jóla boðið fátækum börnum á jólatrje-
skemtun, sem haldin hefur verið hjer í samkomuhúsinu,
hafa börnin vanalega verið um 200, og hefur þeim ó-
keypis verið veitt þar súkkulaði, kaffi, smurt brauð og
epli.
Saumaskóli. Eitt með því fyrsta, sem fjelagið starf-
aði að, var að bjóða fátækum stúlkubörnum, á aldrin-
um 8—14 ára, ókeypis kenslu í handavinnu, 2 tíma á
dag, 3 mánuði að sumrinu. Kendu fjelagskonur þár til
skiftis, auðvitað án endurgjalds. Því miður var þessari
starfsemi ekki haldið áfram nema nokkur sumur.
Hjálp veitt sængurkoinvm. Síðan 1908 hefur »Ósk« á
ýmsan hátt hjálpað fátækum sængurkonum og um-
komulausum stúlkum. Konum hefur verið gefinn og
heimfærður miðdegismatur, sængurlegutímann, — frá
í'jelagskonum til skiftis. — Líka hefur þeim, — eftír
þörfum — verið lánaður ytri rúmfatnaður og innri
nærfatnaður, sem fjelagið á til þeirra hluta. Ennfrem-
ur hefur »ósk«, hin síðari ár, greitt sængurlegukostnað
(hjer á sjúkrahúsinu) fyrir umkomulausar stúlkur, 4
á ári.
Skógrælct. Hjer inni í Tunguskógi á »ósk« afgirtan
blett, sem hefur verið hirtur eftir því sem hægt hefur
verið. Hefur fjelagið fengið þar til dálítinn styrk, 225
kr. (1914), af vöxtum Styrktarsjóðs Friðriks kon-.
ungs áttunda. En skilyrði þar í Tunguskógi eru ekki
góð, svo bletturinn getur ekki orðið eins og æskilegt
hefði verið.