Hlín - 01.01.1927, Side 16
14
Hlín
Húsviæðraskóli. Eins og segir í 2. lagagr. um tilgang
fjelagsins, vill það reyna að hafa mientandi áhrif á
æskulýðinn, einkum ungu stúlkurnar; með það fyrir
augum tók »ósk« það með í starfsemi sína, að beita sjer
fyrir að hjer kæmi upp húsmæðraskóli. Sótt var um
ríkisstyrk 1911 og hann veittur, tók svo skólinn til
starfa 1. okt. 1912 undir stjórn Fjólu Stefáns. Starf-
aði síðan til 1916; þá komu til sögunnar ýmsar stríðsaf-
leiðingar, sem urðu til þess, að skólinn lagðist niður þar
til 1924, að hann tekur til starfa á ný. Honum veitir
forstöðu Gyða Maríasdóttir, hjeðan úr bæ. En í skóla-
nefnd eru 3 konur úr »ósk«. Má óhætt segja, að skólinn
hefur almennings orð, og nýtur velvildar allra sem til
hans þekkja.
Fátækrahjálp. Árlega gefur »ósk« um 1000 kr. til fá-
tækra hjer í hæ.
Blað. Veturinn 1919 var ákveðið að byrja að skrifa
blað innanfjelags. Heitir það »Hvöt«. f ritnefnd eru 3
konur, starfa þær yfir veturinn, rita í blaðið og innfæra
í bók, sem til þess er höfð. — í vetúr sem leið, hinn 6.
febrúar varð kvenfjelagið »ósk« 20 ára; fjelagskonur
mintust dagsins með því að koma saman í Húsmæðra-
skólanum og borða þar kvöldverð. í tilefni af 20 ára af-
mælinu gaf fjelagið 1000 kr. í Röntgengeislasjóð
sjúkrahússins hjer og sjóðurinn stofnaður með þeirri
gjöf. Ennfremur 300 kr. í landsekknasjóðinn. Áður hef-
ur »ósk« einnig gefið sjúkrahúsinu hjer minningar-
spjöld og mun svo framvegis gera. — Eru spjöld þessi
seld til ágóða fyrir áhaldasjóð sjúkrahússins og fást
þar. — Það sem f jelagskonur síðast unnu að, var að
koma hjer á útiskemtun 19. júní sl. og ennfremur var
19. júní Bazar hjer í barnáskólanum og þar seldir um
60 munir, sem fjelagskonur höfðu saumað og gefið.
Einnig kom »ósk« á Iðnsýningu, sem opin var dagana
15.—20. júní. Á sýningunni voru um 700 munir hjeðan