Hlín - 01.01.1927, Page 17
Hlln
15
úr bæ og næstu sveitum. Ágóði af þessu þrennu rann í
fjelagssjóð. Tekna aflar fjelagið sjer aðallega með
skemtunum. Ársgjald' er 2 kr. og 1 kr. Sjúkrasjóðs-
gjald. — Fjelagskonur nú 60.
Bergþóra Árnadóttir.
(pt. ritari).
Garðyrkja.
Skemtigarður Hafnarfjarðar.
(Hellisgerði).
Eftir Ingvar Gcwmuirsson kennara, umsjónarmann garðsins.
»Hlín« hefur mælst til þess að jeg segði lesendum
sínum ofurlítið um Skemtigarð Hafnarfjarðar. Hellis-
gerði heitir hann þessi fyrirhugaði skemtistaður. Til-
drög hans eru þau, að á fundi, sem haldinn var í mál-
íundafjelaginu »Magni« hjer 1 bæ, hinn 15. mars 1922,
var því hreyft af Guðmundi Einarssyni, trjesmið, á
hvern hátt hægt væri að koma í veg fyrir að öll sjer-
kenni og tilbreytni í landslagi bæjarstæðis Hafnarf jarð-
ar hyrfi smásaman. Um leið og bygðin færðist út og
landrými minkaði, fækkaði óðum þeim blettum, sem
sjerkennilegastir og fegurstir væru, og að lokum myndi
svo fara, að enginn gæti gert sjer fulla grein fyrir
hvernig bæjarstæðið hefði litið út. óskaði hann að fje-
lagið vildi taka þetta mál að sjer, til dæmis á þann hátt
að fá umráðarjett yfir dálitlu landsvæði, sem geymdi
sem flest og skýrust sjerkenni bæjarstæðisins eins og
það væri nú. Blett þennan gæti svo fjelagið smám sam-
an bætt, grætt og prýtt eftir því sem ástæður leyfðu.