Hlín - 01.01.1927, Page 18
16
Hlín
Undirtektir fjelagsmanna urðu þær, að á þessum
sama fundi var kosin nefnd, sem falið var að leita fyrir
sjer um, hvar eða hvort slíkan stað væri að finna. —
Það voru einkum fjögur atriði sem nefndin varð að
hafa í hyggju við val á staðnum.
1. Að staðurinn hefði sem glegst og flest einkenni þess
landslags, sem er sjerkennilegt fyrir Hafnarfjörð.
2. Að það væri ekki óhæfilega víðáttumikið svæði, sem
afgirða þyrfti, til þess að fyrnefndum skilyrðum
yrði náð.
3. Að hann lægi sem næst kaupstaðnum, eða helst í
sjálfum bænum.
4. Að greiðfær vegur eða vegir lægju að landinu.
Að öllu þessu athuguðu fjell val nefndarinnar á blett
þann er Hellisgerði heitif, sem þann stað, er að öllu
samanlögðu fullnægði best þeim kröfum sem gerðar
voru.
Fjelagið sendi nú beiðni til bæjarstjórnar Hafnar-
fjarðar um umráðarjett yfir landi þessu, og skýrði bæj-
arstjórn frá hvað fyrir fjelaginu vekti. Bæjarstjórnin
veitti leyfið, þó með ákveðnum skilyrðum. Þar á meðal,
að fjelagið yrði að hafa girt blettinn og byrjað á rækt-
un hans innan tveggja ára, eða missa umráðarjett sinn
að öðrum kosti. — Nú var landið fengið, en fjelagið
hafði ekkert fje fyrir hendi, sem það gæti greitt með
girðingarkostnað eða aðrar framkvæmdir, en vildi
hins vegar sýna að hugur fylgdi máli þessu og ekki
draga framkvæmdir á langinn, rjeðst því í að taka pen-
ingalán til að greiða með girðingarkostnaðinn. Lokið
var við að afgirða blettinn í maímánaðarlok árið 1923
og kostaði verkið rúmar fimm hundruð krónur.
Sunnudaginn hinn 24. júní sama ár, hjelt fjelagið
hina fyrstu útiskemtun sína (Jónsmessuhátíð) á Hellis-
gerði. Þar var margt manna saman komið og urðu tekj-
ur af skemtuninni mun meiri en fyrir girðingarkostn-