Hlín - 01.01.1927, Page 20
18
Hlín
sleppa umráðiim yfir Hellisgerði, pg skal það þá, með
ölluim áorðnum mannvirkjum, svo og fje því er kann að
verða í Hellisgerðissjóði, falla undir yfirráð Bæjar-
stjórnar Hafnarfjarðar, gegn því að hún skuldbindi sig
til þess að halda fram þeirri stefnu í málinu, er fjelag-
ið »Magni« hefur markað með skipulagsskrá þessari,
sjái um fullkomið viðhald á girðingu svæðisins og
gróðri þeim er á því kann að verða, en taki þar upp
framkvæmdir, er fjelagið hefur orðið frá að hverfa.
Skipulagsskráin var samþykt af Bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar hinn 5. febrúar 1924.
Hellisgerði liggur vestanvert í miðjum bæ, norðan-
vert við Reykjavíkurveg og örskamt frá honum. Svæði
það, sem nú þegar er afgirt er 4500 fermetrar að flat-
armáli. — Það er ekki auðið að lýsa landslagi garðsins
svo að fullljóst verði þeim, er ei hafa þar komið.
Girðing sú er nú takmarkar norðaustui'hlið þess er
reist austanvert á 7—11 metra hárri hraunöldu, sem
liggur meðfram girðingunni endilangri frá austri til
vesturs. Eftir háhrygg hraunöldunnar, innan girðing-
arinnar, liggur grasi vaxin gjá, 5—10 metra breið og
3—5 metra djúp.
Hraundrangar rísa upp úr gjárbotninum á víð og
dreif. Þeir eru ei svo háir, að þeir taki upp fyrir gjár-
barmana. Eystri gjárbarmurinn er lítið eitt hærri en
sá vestari. Suðvestan undir hraunöldu þessari liggur
grasflöt eftir gerðinu enda á milli. Henni hallar lítið
eitt til suðurs og suðvesturs. Breidd hennar er um 25
metrar þar sem hún er breiðust. Til beggja enda er hún
nokkru mjórri. Vestan við grasflötina lækkar all mikið
og eru þar sumstaðar djúpir bollar ofan í hraunið, en
á milli þeirra rísa klettar og drangar á víð og dreif.
Landslagið er breytilegt. Greinist alt sundur af grunn-
um grasivöxnum gjám, grasigrónum holtum og gi'óður-
lausum hraundröngum og klettum. — Hellar eru hjer