Hlín - 01.01.1927, Qupperneq 22
20
' Hlín
Vorið 1924 byrjar fjelágið rœktunarstarfsemi sína
á gerðinu. Þær 1000 birkiplöntur, sem fjelagið fjekk
haustið áður og hópsettar voru þá út á gerðinu, áttu nú
að gróðursetjast þar, en þá kom það í ljós, að mikið af
þeim var dautt eða svo lamað, að ekki þótti gerlegt að
setja niður nema tæpar 200 plöntur.
Þá um vorið útvegaði' skógræktarstj. Kofoed Hansen,
fjelaginu 500 birkipl. austan af Þórsmörk, 100 reyni og
10 barrfellisplöntur frá Hallormsstað. Allar þessar
plöntur voru settar niður á gerðinu, og þó hjer sje um
stuttan reynslutíma að ræða, þá má þó segja að árang-
urinn sje vonum betri. Birkið frá Vöglum og Hallorms-
stað hefur þrifist vel, aðeins örfáar plöntur dáið út.
Þórsmarkar-birkið var alt mjög smávaxið, á því hafa
vanhöldin orðið meiri, enda voru þeim valdir lakari
staðir, og flestar settar í óundirbúin jarðveg, gróður-
lítinn og grunnan. Síðastliðið vor voru þær fluttar út á
vænlegri vaxtarstaði. Þær af Þórsmarkarplöntum sem
settar voru í undirbúin jarðveg, hafa tekið ágætum
framförum.
Reyniplönturnar voru ekki sem bestar, margar kald-
ar til muna, en þær virðast kunna vel við sig í gerðinu
og vanhöld eru ei teljandi, aðeins ein planta hefur kuln-
að út. Allar voru reyniplönturnar lágvaxnar, þær hæstu
um 25 cm. háar, nú eru margar orðnar rúmur metri á
hæð. Barrfellirinn hefur þroskast vel og er líklegur til
að taka góðum framförumi, er frá líður.
Það var miklum erfiðleikum bundið að halda lífi í
trjáplöntunum fyrsta sumarið, vegna þess að engin
vatnsleiðsla var út á gerðið, en langvarandi þurkar
voru um sumarið, en alt lánaðist þetta, og nú er búið að
bæta úr vatnsskortinum. — Ekki vanst tími til að gera
tilraun með blómarækt þetta sumar, enda var fjelagið
ekki við því búið, en ljet þá um vorið sá til nokkurra
tegunda af fjölærum jurtum. Þeim var plantað út í reiti