Hlín - 01.01.1927, Blaðsíða 23
Hlín
21
í ágústmánuði og, geymdar undir gleri um veturinn. Sú
geymsla lánaðist ágætlega.
Vorið 1925 var haldið áfram þar sem frá var horfið
haustið áður. Fjelagð fjekk þá töluvert af trjáplöntum
og runnum. Þá vakti það aðallega fyrir fjelaginu að
gefa bæjarbúum kost á að ná í plöntur með hægu móti.
Það sem ekki seldist af plöntum þessum var gróðursett
á gerðinu, og bættist þannig allmikið við það sem fyrir
var. Þessar plöntur hafa allar tekið sæmilegum fram-
förum. Gerð hefur verið tilraun með að gróðursetja
greni á gerðinu, en ekkert er hægt að segja um árang-
ur þeirra tilrauna enn. — Allmikið hefur verið ræktað
af innlendum og útlendum skrautjurtum tvö undanfar-
in ár. Vel hefur það lánast, og á garðyrkjusýningunni,
sem haldin var hjer í bæ síðastliðið sumar, sýndi f jelag-
ið um 50 tegundir skrautjurta. Blómaræktin hefur yfir-
leitt lánast mjög vel, en vegna þess, hve moldarflutn-
ingur að gerðinu er erfiður og kostnaðarsamur, hefur
orðið að takmarka þá ræktun meir en ella. Flest eru það
algengar tegundir sem ræktaðar hafa verið, en þó einn-
ig nokkrar af hinum fágætari. — Á hverju sumri hefur
verið sáð til fjölærra blómjurta og ungviðið geymt und-
ir gleri á vetrum. Síðastliðinn vetur átti fjelagið plönt-
ur í reitum' undir 30 fermetrum glers. Mikið af þess-
um plöntum var í vor látið til bæjarbúa og annara er
þess óskuðu. Vermireit hefur verið komið upp, hann er
1,25x7 metrar. — Árlega hefur eftirspurnin eftir
plöntum farið vaxandi og bendir það til, að áhugi
manna sje að aukast fyrir því að ’prýða í kring um hí-
býli sín með trjágróðri og blómum. — Vonandi dvín
ekki áhuginn, þó að stöku sinnum beri svo við að á-
rangurinn verði ekki að óskum. Menn verða að hafa
það hugfast, að mistökin í þeim efnum orsakast vana-
lega af vankunnáttu og ónógri reynslu.
Eins og áður var vikið að, átti fjelagið »Magni« ekk-