Hlín - 01.01.1927, Síða 24
22
Hlín
ert fje fyrirliggjandi til að koma á stað þessum ræktun-
artilraunum sínum, er það hóf starf sitt, en það átti
aðra fjársjóðu, sem eru meira virði en reiðu peningar,
það átti sterkan vilja, lifandi áhuga fyrir máli þessu og
bjargfasta trú á ræktunarmöguleika lands vors, og það
eru þessir fjársjóðir sem hafa gert fjelaginu kleift að
standa straum af fjárhagslegri hlið þessa rriáls.
Sú reynsla, sem fengist hefur af ræktuninni þessi
undanfarin ár, hefur styrkt vilja fjelagsmanna, glætt
áhugann og gert trú þeirra í þessum efnum að lifandi
vissu. — f fyrstu var valin sú leið að afla gerðinu tekna
með útiskeintun sem haldin var á Jónsmessudag eins og
áður hefur verið frá sagt, síðan hefur þeim hætti verið
haldið um sama leyti ár hvert. — Einnig hefur gerðið
haft dálitlar tekjur af grasrækt, blóma- og plöntusölu,
einkum tvö síðustu árin. — 'Notið hefur f jelagið leið-
beininga og aðstoðar ýmsra mætra manna, og má þar
fyrst til nefna garðyrkjufræðingana Einar Helgason
og Ragnar Ásgeirsson, Kofoed Hansen, skógi’æktar-
stjóra og Sigurð Sigurðsson, búnaðarmálastjóra. Þess-
um/ mönnum, svo og öllum öðrum, er á einhvern hátt
styðja að framkvæmd þeii'rar hugsjónar að gera Hell-
isgerðið að fögrum og hugðnæmum skemtigarði, prýdd-
um fjölskrúðugum og fögrum' trjágróðri og ívafið lit-
fögru, ilmandi blómskrúði, eru »Magnar« innilega
þakklátir. — Það er trú þeirra að það verði Hafnfirð-
ingum hugþekkara, hollara og heillavænlegra að verja
einhverju af tómstundum sínum á slíkuim stað, en á
götumJ úti, og að þess verði ekki langt að bíða, að dvöl
manna á Hellisgerði verði þeim er þangað sækja ei síð-
ur menningarauki en augnagaman.
Hafnarfirði 1. maí 1927.
Ingvar Gunnarsson.