Hlín - 01.01.1927, Side 25
Hlm
23
Leiðbeiningar í garðyrkju.
Nefnd sú, er landsfundur kvenna kaus í garðyrkju-
málinu, sendi Búnaðarþingi 1927, svohljóðandi ávarp:
»Vjer, sem kosnar vorum í nefnd á 2. landsfundi
kvenna á Akureyri s. 1. sumar, til að starfa að eflingu
garðyrkju í landinu fjögur árin næstu eða þangað til
næsti landsfundur kemur samtan, sem ákveðið er að
verði 1930, leyfum oss hjemieð að fara þess á leit við
hið háttvirta Búnaðarþing, að það veiti í þessu skyni
5000.00 — finmi þúsund krónur — af fje því, sem Bún-
aðarfjelag íslands hefur til umráða; og hafi nefndin
full umráð yfir fjenu. — Vjer hugsum oss að fje þessu
yrði aðallega varið til þess að halda uppi umferðar-
kenslu í garðyrkju víðsvegar um land, einkanlega að
vorinu, bæði í sveitum og kauptúnum — og treystum
því fastlega að kven- og ungmennafjelög styðji oss í
þessu starfi.
Fyrirkomulagið hugsum vjer oss á þessa leið:
1. Að haldin verði námsskeið í garðyrkju fyrir börn
og unglinga haust og vor á vel völdum stöðum í sveit-
inni (kauptuninu), og að reynt verði að sjá um að hver
þátttakandi námsskeiðsins hafi reit til umráða og um-
önnunar heima hjá sjer yfir sumarið, og vinni í honum
undir eftirliti umferðarkennarans. Á vornámsskeiðinu
væri veitt tilsögn í öllum undirbúningi garða: Gróður-
setningu, tilhögun o. þ. h., en að haustinu, hvernig upp-
skeru skuli hagað og geymslu garðávaxta og jafnvel of-
urlítið kent í matreiðslu og framreiðslu matjurta. Alt
þetta með tilliti til gagnsemi og hollustu matjurta í
daglegri fæðu og hollra og góðra áhrifa garðyrkjunnar
á þá sem við hana fást.
2. Að fátæk barnaheimili verði látin sitja fyrir vinnu
og lijálp umferðarkennarans.
3. Einnig mun full þörf á því að kenna húsmæðrum