Hlín - 01.01.1927, Síða 26
24
Hlín
að matreiða hinar ýmsu garðjurtir, og mundi slíkt
starf aðallega verða að fara frami síðari hluta sumars
og að haustinu.
Vjer teljum æskilegt að konur yrðu fengnar til að
taka að sjer þetta leiðbeiningarstarf, og það ætti helst
að geta byrjað í öllum landsfjórðungum samtímis. Það
hafa þegar allmargar konur aflað sjer þekkingar í
garðyrkju og fengið þá æfingu í starfinu, að þær gætu
tekið að sjer þetta leiðbeiningarstarf, og bráðlega mun
þeim fjölga, þegar þær hefðu von um, að þær gætu
fengið nokkra atvinnu við það, þótt lítil verði, því að
miörgum konum er garðyrkjustarfið ljúft og hugðnæmt.
Nefndin mun gera sjer far um að ráða til umferðar-
starfseminnar vel mentar og þroskaðar konur. —
Nefndin ber alla ábyrgð á kenslunni og tilhögun henn-
ar og gefur B. í. árlega skýrslu um starfið og árangur
þess. — Nefndin mun hvetja dugandi og áhrifaríkar
kenslukonur, til að afla sjer staðgóðrar, innlendrar
þekkingar í garðyrkju og taka leiðbeiningarstarfsemi
að sjer, eftir að skólastörfum) þeirra er lokið á vorin,
því að ástæða er til að ætla, að þær geti öðrum fremur
haft holl og góð áhrif á almenning með fræðslu sinni«.
Reykjavík, 7, febrúar 1927,
Virðingarfylst.
Guörún Þ. Björnsdóttir.
Knararbergi.
Sigurborg Kristjánsdóttir.
Frá Múla
Halldóra Bjarnadóttir.
Háteigi, p.t. formaður.
Kristín Guömundsdóttir.
Garðyrkjufjel., Rvík.
Sigríður Sigfúsdóttir.
Amheiðarstöðum í Fljótsdal.
Búnaðarþingið samþykti svohljóðandi tillögu í mál-
inu:
»Búnaðarfjelagsstjórninni heimilast að veita garð-
yrkjunefnd þeirri, er landsfundur kvenna kaus á s. 1.
sumri, alt að 1000 kr. hvort árið til umtferðarkenslu í