Hlín - 01.01.1927, Side 28
26
Hlín
Það sýnir áhuga þeirra sem hlut eiga að máli, að það
hefur reynst auðsótt við fjelög og fjelagasambönd að
þau legðu fje á móti framlagi B. f. Allir hafa tekíð kön-
unum tveim höndumogeru þakklátir fyrir það sem þær
hafa getað í tje látið: Leiðbeiningar, vinnu, plöntur,
fræ o. s. frv.
En þegar á næsta ári þarf það lag að komast á, að
sú sveit, eða það fjelag, sem vill fá umferðarkennar-
ann, og vill leggja fram 50.00 gegn framlagi B. í., kjósi
nefnd, er ráðstafi ferðum hans og starfi ínnan sveitar-
innar, því aðalnefndin er dreii'ð og þekkir ekki stað-
hætti á hverjum stað.
Ef almenningur tekur þessu máli vel, kemst það brátt
í það horf, að engin sveit fer á mis við leiðbeiningu í
garðyrkju, og svo þarf það að verða.
Útdráttur
úr erindisbrjefi garðyrkjukvenna.
Garðyrkjunefndin ræður N. N. frá 1. maí til 1. október
til garðyrkjustarfa í .sýslu. Fyrir þennan tíma (5
mánuði, að frádregnum /2 mánaðar sumlarleyfi) greið-
ir nefndin kenslukonunni 500.00 í kaup, en fæði, hús-
næði og annan nauðsynlegan aðbúnað fær hún ókeypis
hjá þeim sem hún starfar hjá, jafnt helga daga sem
virka. Ennfremur verður garðyrkjukonunni sjeð fyrir
ferðum milli dvalarstaða henni að kostnaðarlausu.
Kenslukonunni ber að haga starfsemi sinni á þann
hátt, sem álitið er að að sem bestum notum geti orðið
til eflingar garðyrkju í ..sýslu: Kenna mönnum
að nota hentug garðyrkjuverkfæri (hún hefur þau mfeð
sjer), brýna fyrir almenningi að nota áburðinn vel o. s.
frv. Við gerum ráð fyrir að 3—4 dagar verði ætlaðir
hverri sveit að vorinu (fyrsta umferð) og þá safnað