Hlín - 01.01.1927, Page 29
Hlín
27
saman á hentug’um stað í sveitinni þeim, sem vilja sjá
og heyra til kennarans og vinna með honum að undir-
búningi vermireita, sáningu, gróðursetningu o. fl. —
Að sumrinu verður svo farið milli sveitanna eftir röð
og sjerstaklega athugað hvað þeir sem voru með kenn-
aranum í fyrstu umferð hafa framkvæmt heima hjá
sjer.
Garðyrkjukonan hafi það ávalt hugfast að kenna
fólki að hagnýta þær matjurtir sem hún ræktar á sem
óbrotnastan hátt, og benda mönnum jafnframt á,
hvernig nota megi ýmsar viltvaxandi jurtir til mann-
eldis, alt með tilliti til hollustu og sparnaðar í daglegu
fæði.
í síðustu umferðinni, sem kenslukonan fer um sýsl-
una, leiðbeinir hún 3—4 daga í matreiðslu matjurta í
hverri sveit.
Garðyrkjukonan vinnur ekki skemur en 10 stundir
á dag til jafnaðar.
Komi það fyrir, að ekki verði unt að vinna að garð-
rækt lengri eða skemri tíma á þeim 5 mánuðum, sem
garðyrkjukonan er ráðin hjá nefndinni, ber henni að
bjóða vinnu sína til annara starfa til þess að vinna upp
dvalarkostnaðinn.
Garðyrkjukonan heldur dagbók yfir störf sín, sem
hún sýnir nefndinni, þegar óskað er.
Garðyrkjunefndin.
Um kartöflurækt.
Árið 1921 bjó jeg við Skagastrandarkauptún, hafði
jeg á heimili mínu dálítinn matjurtagarð, sem jeg rækt-
aði kartöflur í. — Þetta nefnda ár hafði jeg því útveg-
að mjer útsæði, og um mánaðamótin maí og júní setti
jeg niður í garðinn, og reyndist útsæðið þá vera óþarf-