Hlín - 01.01.1927, Side 30
28
Hlín
lega mikið, átti jeg eftir hjerumbil 8 kg. af útsæði vel
spíruðu. Jeg var nú í vandræðum, þótti leiðinlegt að
geta ekki sett þetta niður á friðaðan stað, því jeg taldi
líklegt að dálítil uppskera mundi fást, ef það kæmist í
sæmilega góðan jarðveg, svo framarlega sem tíð yrði
hagstæð.
Svo hagar til, að fjárskilarjett Vindhælishrepps
liggur nærri Skagastrandarkauptúni, er jarðvegur í
henni sendinn, sandurinn smáger og lítið eitt leirbland-
inn. Mjer datt nú í hug að líklega gæti jeg ekkert betra
gert við þetta litla útsæði, en að fá leyfi hlutaðeiganda
til að setja niður í einn dilkinn í rjettinni, þann sem
mjer litist best á og lægi vel við sólu. Þetta varð að ráði
og jeg setti útsæðisafganginn niður í dilkinn. — Jeg
bjóst ekki við miklum árangri, því þarna hafði engin
fyr reynt nokkra ræktun. — Eftir vanalegan tíma för
þó að bóla á grösum, sem þroskuðust vel og urðu blóm-
leg. Þegar fram í sótti, var ekki annað að sjá en það
myndi verða talsverð uppskeruvon og ekki minni en
annarstaðar, sem jeg hafði reynt við kartöflurækt.
Kringum) 20. sept. tók jeg upp úr dilknum, þá brást
ekki vonin, Jeg fjekk 75 kg. af ágætis kartöflum upp úr
dilknum.
Síðan hef jeg ræktað kartöflur þarna árlega, og altaf
með ágætum árangri, vitanlega þó dálítið mismunandi
eftir tíðarfari. — Þessi litla tilraun varð til þess, að
fleiri fóru að reyna kartöflurækt í fjárrjett þessari og
hefur þeim öllum hepnast hún vel.*
Háagerði á Skagaströnd.
Jón Sölvason.
* Þegar jeg s. 1. sumar (1926) kom á Skagaströnd og heyrði
um og sá þessa einkennilegu kartöflurœkt í Landsendarjett, kom
mjer til hugar, að þessi aðferð gæti fleirum að gagni komið. .