Hlín - 01.01.1927, Síða 31
Hlín
29
Heimilisiðnaður.
Um álúnssútun á skinnum.
(Úr Bárðardal).
Eftir ósk ritstjóra »Hlínar«, birtum við hjer fyrir-
sögn um þá aðferð, sem við árum saman höfum haft við
að álúnera skimi, ef það gœti orðið einhverjum til leið-
beiningar.
Fyrst skal taka gæruna strax eftir slátrunina og
verka vel innan úr skinninu alla fitu. Til þess að ná ull-
inni af, þá höfum við hrært þykkan graut af leskjuðu
kalki og borið í holdrosuna svo þykt, að hvergi sjáist í
skinnið. Gæran er svo brotin saman á þann hátt, frá
hálsi að rófu, að alstaðar liggi skinnið saman, og ganga
frá gærunni svo, að hún verði fjórföld. Þannig frá
gengin skal hún liggja á hlýjum stað, 2—3 sólarhringa,
eða þar til ullin er vel laus, er hún þá tekin af, skinnið
skafið upp með ekki beittum hníf og kalkið alt af. Því
næst þvegið vel upp úr köldu vatni og látið svo liggja
í hreinu vatn í trje-íláti, uns kalkið er vel leyst úr, og
þarf daglega að skifta um vatnið í alt að 10 sólar-
hringaÁ þá skinnið að vera orðið mjúkt og voðfelt. Þeg-
ar kalkið hefur náðst vel úr skinninu, sem er afar nauð-
synlegt, er það lagt í álúnslöginn, sem búin er til þann-
ig, að á eitt skinn þarf eftir vænleik 3—6 lóð af álúns-
dufti og álíka mikið af matarsalti, er þetta leyst upp í
víðár gæti stáðið líkt á. Dilkarnir eru ónotaðir alt sumarið.
Þarna er ágæt girðing og hæfilegur áburður, án nokkurs til-
kostnaðar, en þetta tvent vantar einmitt oft tilfinnanlega, þegar
um garðyrkju er að ræða. — Þarna var sett í 12 dilka og úr
hverjutm fengust 2—3 tunnur af kartöflum.
H. B.