Hlín - 01.01.1927, Síða 32
30
Hlín
svo miklu af volgu vatni sem þarf til þess að fljóti yfir
skinnið. Þegar þetta er vel uppleyst, er skinnið látið í
löginn, og þarf að gseta þess að því sje dýft þannig nið-
ur, og það'blotni sem jafnast, og róta því til á meðan.
Fleiri skinn má hafa í sama kasti, en þó ekki alt of
mörg, því þá gætu þau dregið misjafnt í sig álúnið.
Gæta verður þess að hafa löginn í trje-íláti. í álúnsleg-
inum láturri við skinnin liggja í ca. 2 sólarhringa; þá
eru þau hengd upp og látið síga vel af þeim og þurkuð
svo við dragsúg eða úti í vægu frosti, þar til þau eru
orðin vel þur. — Verði þau mjög hörð, þurfa þau að slá
sig upp inni í kjallara, eða þar sem rakt er. Að þessu
búnu eru skinnin teigð upp, ýmist þvers eða langs, uns
þau eru orðin mjúk eins og traf og drifhvít, því það
eiga þau að verða, ef alt er í lagi. Mistök við þessa
verkun stafa venjulegast af því, að kalkið hefur í
fyrstu ekki náðst nógu vel úr. —
Skinn þessi eru ágæt í bryddingar á skó (en til þess
verður að nota þau allra þynstu sem til fallast), sömu-
leiðis í skjóður, minni eða stærri, í yfirborð á yfir- og
undirdýnur, á reiðtýgi, á klafa o. fl. Söðla- og aktýgja-
smiðir geta haft gott brúk fyrir svona skinn. Eins mætti
nota þau í klæðnað, t. d. vesti og treyjur, en þá yrði að
lita þau. Um litunina getum við ekki gefið upplýsingar.
Skinn sem eiga að halda hárinu má verka á sama
hátt og hjer hefur verið skýrt frá (en þá er ekki kalk-
ið notað), t. d. af vorlömbum, kiðlingum og eldra geit-
fje. Smáskinnin eru góð í fóður undir vetrarföt og 11.
en þau stærri á gólf.* Við það höfum við haft aðferð
þessa:
Strax og búið er að taka skinnið af skrokknum, er
* Útlendingar sækjast mjög mikið eftir íslenskum gæruskinn-
um. Ætti sú framleiðsla að geta orðið álitleg tekjugrein, einmitt
sem heimilisiðnaður. Ert þess verður vel að gæta að þvo skinnin