Hlín - 01.01.1927, Side 33
Hlín
31
það látið í kalt vatn í hreinu íláti og látið liggja þar i
1—2 dægur, svo alt blóð leysist vel úr hárinu. Þvo loðn-
una svo vel upp úr sápuvatni, og skola vandlega uns öll
óhréinindi eru horfin. Hengja svo skinnið upp og láta
síga vel úr því. Að því búnu skal leggja það í álúnslög-
inn, en hafa hann dálítið sterkari en áður er sagt, mið-
að við stærð skinnsins. Að öðru leyti er farið eins með
þessi skinn og þau sem verkuð eru hárlaus.
17. júní 1927.
Stóruvalla-hjónin S. J. og- P. H. J.
íslensk sauðskinn sútuðtil bókbands.
Eftir Pál Lýösson, bónda í Hlíð í Gnúpverjahreppi, Árnessýslu.
Fyrir 20 árum síðan byrjaði jeg á því að súta skinn
til bókbands með aðferð, er jeg veit ekki til að hafi ver-
ið notuð áður og hjer skal lýst:
Skinn af haustlambi er tekið og rotað með leskjuðu
kalki, er það h'rært í vatni, þangað til það er orðið eins
og þykkur rjómi og borið innan í gæruna nýja; mun
nægja /4 lítri á lítil skinn. Áríðandi er að kalkinu sje
jafnað sem best. Þá er gæran brotin saman í hrygginn,
--------- , y :
svo vandlega að engin vottur af ólykt finnist af ullinni eða
skinninu. Ef það tekst ekki, er úti um markaðinn.
Lambsskinn mundu seljast verkuð á sama hátt. íslenskir skór
úr ýmsuim voðfeldum skinnum sömuleiðis, bæði hvítir og' litaðir,
notaðir fyrir inniskó. — Alt mundi þetta seljast í hundraðatali,
ef til væri, vel útlítandi 1930. — Æskiegt væri, að sem flestir
vildu reyna þær aðferðir um skinnaverkun, sem 2>Hlín« hefur
flutt og senda henni sýnishom sem fyrst, svo pantanir mætti
gera.
4
Ritstj.