Hlín - 01.01.1927, Page 34
82
Hlín
og látin liggja í tvo sólarhringa, er þá ullin orðin laus
og má reita hana af með hendinni. Skinnið er þá þvegið
og látið liggja í vatni 8—10 daga. Betra er að skifta
um vatn þriðja hvern dag. Þegar skinnið er búið að
liggja nógu lengi í vatninu verður að skafa það vel upp,
ná öllum hárum, sem eftir kunna að hafa orðið og feiti
og kjöttægjum innan úr því.
Þegar því er lokið, er það látið í barkarlöginn. Hann
er þannig búinn til: 200 grömm af íslenskum birkiberki
eru látin í 4—5 lítra af vatni og hitað þar til sýður. Þá
er lögurinn síaður frá og látinn standa þar til hann er
35—40 gráður. Er skinnið þá lagt ofan í og látið vera
í leginum 1—2 klukkutíma. Oft þarf að hreyfa það á
meðan, svo að það jafnlitist. Þá er það tekið upp úr og’
hengt til þerris, þar sem sól getur ekki skinið á það.
Ekki má það þorna mjög fljótt. Betra er að það geti-
frosið.
P. L.
Heimilisiðnaðarfjelag íslands.
Fulltrúaráðið, sem Heimilisiðnaðarfélag fslands kýs
(það skipa þrír menn), hefur umráð yfir því fje, sem
veitt er til verklegra framkvæmda í heimilisiðnaði.
Upphæðin sem á fjárlögun'um 1928 er veitt til þessara
hluta er 4700 kr.* *
Fulltrúaráð og stjórn þurfa að halda vel á styrknum,
ef þau mál, sem þurfa bráðrar úrlausnar við, eiga fram
að ganga.
* Auk þess hefur ráðanautur almennings í heimilisiðnaðar-
málum, Halldóra Bjamadóttir, ríkisstyrk fyrir sitt starf (nu
\
1800 kr.), en hefur til þessa engin afskifti haft af Heimilisiðn-
aðarfélagi Islands.
*