Hlín - 01.01.1927, Page 35
Hlín
33
Verkefnin eru mörg og stór, sem H. í. ber skylda til
að láta til sín taka.
1. Landssýningin 1930 er best komin í höndum H. í.
eins og 1921.
2. Svo þarf H. í. að beita sjer fyrir útsölu á ísl. heimil-
isiðnaði með tilstyrk Alþingis. Alt strandar á því, að
framleiðendur geta ekkert selt gegn greiðslu út í hönd,
það dregur úr framkvœmdum.
3. Áhöld og efni til hinna ýmsu greina heimilisiðnaðai'
fœst ekki haganlegt eða samstætt og margt fæst allfe
ekki. útsölunni er ætlað að ráða bót á því böli.
4. Almenningur neyðist til að sækja sjer óþjóðlegar og
oft smekklausar fyrirmyndir í útlend blöð og bækur, því
ekkert er til af íslenskum fyrirmyndum til vefnaðar,
útsaums eða útskurðar. íslenskar húsgagnafyrirmynd-
ir heldur ekki.
Verkefnin, sem fyrir félaginu liggja, eru mörg og að-
kallandi.
Almenningur hefur lagt mikið á sig á undanförnum
árum fyrir málefnið, skilningur og áhugi er að vakna
fyrir nytsemi þess. Fjölmargar sýningar eru árlega
haldnar í sveitum og bæjum, prjóna- og spunavélar
skifta orðið hundruðum í landinu. Gömlu vefstólarnir
eru dubbaðir upp og nýir keyptir. Námsskeið eru haldin
af ýmisu tæi o. s. frv.
Þing og stjórn verður að láta sjer skiljast að það
þarf að taka mannlega á móti þessum áhuga, og efna
til enn meiri framkvæmda. Fyrst og fremst af því, að
heimilisiðnaðurinn er arðvænleg atvinnugrein, sem gef-
ur þúsundir gegn hundruðunum;, sem til hennar er var-
ið. í öðru lagi af því að hann hefur heilsusamleg, sið-
ferðisleg og þjóðmenningarleg áhrif á þjóðina, sem
aldréi verða of dýru verði keypt. Hann eykur iðjusemi,
hagsýni og nýtni hjá þeim sem við hann fást. Gerir
3