Hlín - 01.01.1927, Síða 36
34
IJlín
æskulýðinn heimilisræknari og um leið að betri borg-
urum.
Nú þarf að m|æta viðleitni almennings á meiðri leið:
Senda góða kennara út um landið, senda þá í verstöðv-
arnar, láta þá halda námsskeið fyrir unglingana í kaup-
stöðunum, ekki síst í Reykjavík, gefa alþýðu manna
kost á góðum íslenskum handavinnubókum, góðu efni
og áhöldum til handavinnu, útvega hagkvæman mark-
að fyrir fi’amleiðsluna, innanlands og utan. Veita kenn-
araefnunum íslenska, handavinnumentun í hinum ýmsu
greinum sem kenna þarf íslenskri alþýðu.
Til þessa þarf fje, en því fje er ekki á glæ kastað.
Þegar almennur áhugi er vaknaður fyrir heim-
ilisiðnaði í bæjum og sveitum, og það er engin vandi
að vekja hann hjá íslendingum, þá mun það sýna
sig, að ekkert betra meðal er til að gera menn heimilis-'
rækna en hann, ekkert betra ráð til að halda fólkinu
kyrru í sveitunum en arðvænleg framleiðsla heimilis-
iðnaðar og góð verkleg fræðsla heima í sveitinni.
íslenski heimilisiðnaðurinn hefur frá alda öðli haft
mentandi og göfgandi áhrif á þjóðlíf vort, þeirra á-
hrifa megum við ekki án vera.
H. B.
Stjórn Heimilisiðnaöarf jektgs íslands skipa:
(Kosning fór fram 24. júní 1927).
Matthías Þórðarson, þjóðmenjavörður (endurkosn-
ing).
Magnús Júlíusson, læknir, Rvík (endurkosning).
Guðrún Pjetursdóttir, Skólavörðustíg 11, Rvík, for-
maður og framkvæmdarstjóri H. í.
Sigurjón Pjetursson, verksmiðjustjóri, Álafossi.
Björn Björnsson, gullsmiður, Rvík.