Hlín - 01.01.1927, Side 39
Hlín
37
un út í hönd, og hafa útsölu á áhöldum og efni til heim-
ilisiðnaðar.
Vjer skorum á öll h.iðn.-kven- og ungmennafjelög í
landinu að vinna þessu þjóðþrifamáli alt það gagn, sem
þau geta, í orði og verki.
Kembingin.
Samkvæmt samþykt Landsfundar sendi nefndin
kembivjelaforstjórum áskorun um.að fá bætta kemb-
ingun, þareð almenn umkvörtun hefur komið fram um
að samkemban sje gölluð og mjög misgrófur lopinn á
keflunum.
Verðlaunasamkepni um uppdrætti að
íslenskum húsgögnum.
Með breyttri húsaskipun og breyttum siðum í sveit-
um landsins hefir hinn þjóðlegi svipur, sem fylgdi
gömlu baðstofunum, að miklu leyti horfið af íslenskum
heimilum: Lokrekkjur og bríkur með skurði, íslenskir
stólar, rúmfjalir, askar, öskjur, stokkar, kistlar, ullar-
lárar, spænir í slíðrum, ofnar ábreiður og brekán yfir
rúmum o. s. frv.
Margir munu segja að í þessu sje ekki mikil eftir-
sjá, en eitthvað notalegt fylgdi nú samt þessum gömlu
baðstofum, hklega aðallega af því, að þetta var alt, eða
mestalt, vinna heimamanna.
Nú eru margir að byggja upp hjá sjer, og þá kemur
þörfin fyrir fleiri húsmuni, stofurnar mega ekki standa
auðar. En þá er um að gera að haganleg og ódýr hús-
gögn séu til.
Við höfum heyrt því haldið fram, að íslenskur hús-
gagnastíll sje ekki til og hafi aldrei verið. En nú þarf
hann að koma, ef heimilin, með breyttum húsakynnum,