Hlín - 01.01.1927, Síða 40
38
Hlín
og um leið með breyttum kröfum, eiga að fá íslenskari
svip en nú hafa þau.
Annars er það mjög handhægt að varpa því fram,
að ekkert þjóðlegt sje til að byggja á í þessu efni. Aðr-
ar þjóðir hafa þar alveg sömu sögu að segja. — Eg
minnist að hafa lesið skrítna sögu frá Svíþjóð, sem
rifjaðist upp fyrir mjer í sambandi við þetta húsgagna-
mál okkar. Hún gerðist um það leyti, sem endurreisn
þjóðlegs iðnaðar komst svo mjög á dagskrá þar á landi,
eða um aldamótin síðustu. Einhver af ferðalöngum
heimilisiðnaðarins hafði rekist á einfalda trjestóla,
smíðaða norður í Dalahjeraði, og voru þeir svo fallegir
og vel gerðir, að þegar einn þessara stóla komst í eigu
fjelagsins í Stokkhólmi, þótti hann þar hin mesta ger-
semi, og menn vildu fyrir hvern mun fá borð og bekki,
rúm og skápa með þessari gerð. En þegar farið var að
aðgæta málið betur, sýndi það sig, að einungis 3—4
gamlir menn í Dölum gerðu stóla þessa og höfðu lengi
gert, en þeir treystust ekki til að gera önnur húsgögn.
Búnaðarsamband hjeraðsins, sem eins og önnur
Búnaðarfjel., í Svíþjóð, studdi kröftuglega heimilisiðn-
aðinn, skarst þá í leikinn: Sendi þangað kennara, er
leiðbeindi yngri mönnum, er gáfu sig fram í því skyni,
kendi þeim að nota teikningar o. s. frv. Kennarinn
leiðbeindi til og frá á heimilunum 6 vikna tíma. —
Allskonar húsgögn voru nú smíðuð, en gömlu stólarnir
karlanna voru allsstaðar lagðir til grundvallar. Útsalan
í Stokkhólmi annaðist söluna, og gerði jafnóðum skrif-
legar athugasemdir við munina, sem þannig smásam-
an tóku meiri og meiri framförum (með því líka kenn-
arinn, fór aðra umferð til um hjeraðið og leiðbeindi).
Fleiri og fleiri gáfu sig nú fram til að taka þátt í smíði
þessu, og loks var æfður smiður sendur af stað til að
leiðbeina hjeraðsbúum að staðaldri og hafa eftirlit með
framleiðslunni. Árið 1907 var svo komið, að 40 smiðir