Hlín - 01.01.1927, Page 41
Hlln
39
unnu að þessari húsgagnagerð í Siljansnassókn. —
Þessu áorkaði gamli stólinn, þegar hann komst í rjettar
hendur.
Jeg er sannfærð um að til eru í sveitum hjer á landi
íslenskir stólar, sem nota má að einhverju leyti til fyr-
irmyndar að íslenskum húsgögnum. Jeg hef sjeð
gamla, íslenska stóla austur á Jökuldal, austur í Mýr-
dal og norður í Eyjafirði, sem áreiðanlega mætti nota í
þessu skyni, og mjer væri þökk á að fá frjettir af fleir-
um. — En íslensku stólarnir, þessir sterklegu, einföldu
og stílhreinu gripir hafa nú víðast hvar verið hraktir
fram í búr og eldhús, þeir fáu sem eftir efu, þar verða
þeir að hýrast, þykja ekki í húsum hæfir, en útl.
»pinnastólar« svonefndir fylla allar stofur*).
Það er ágætt og alveg sjálfsagt að brýna það fyrir
mönnum seint og snemma, bæði sveita- og kaupstaða-
búum, að virða meira og betur góða, íslenska vinnu en
nú á sjer stað, og sýna það sjálfstæði að nota það, bæði
til klæðnaðar og húsbúnaðar. — En sanngjarn verður
maður að vera í kröfum sínum. Ef sannleikann skal
segja, og hann er ætíð sagna bestur, þá verður því ekki
neitað, að örðugleikarnir verða margir á vegi þeirra,
sem vilja framleiða íslenskan heimilisiðnað, og líka á
vegi þeirra sem vilja nota íslenskan heimilisiðnað, en
ekki geta framleitt hann sjálfir. — Einn af ofangreind-
um örðugleikum mætir okkur í húsgagnamálinu. —
Nokkrir menn, einkum í sveitum landsins, hafa verið að
reyna að gera sjer húsgögn með frábrugðinni gerð, sem
þeir vildu að yrði þjóðleg og vel nothæf, en þetta hefur
að mestu leyti orðið kák eitt og fálm út í loftið, sem
*) Það er svipað og með rúmfjölina útskornu, sem ferðamaður-
inn rakst á undir grásleppu úti í hjalli. Þar var líka gömul
glitábreiða utan um reiðing, en inni í stofunni var postu-
línshundur, útlendur puntur og pappírsblóm til skrauts.