Hlín - 01.01.1927, Side 42
40
Hlín
von var, þegar þekkingu vantar, enda oftast mjög örð-
ugt um ákjósanlegt efni til húsgagnagerðar.
Að öllu þessu athuguðu tók Samband Norðlenskra
kvenna sig til í vor eð var, 1926, og hét 200 kr. úr sjóði
sínum til að gera teikningar af íslenskum húsgögnum.*
— Nefnd var kosin til að hrinda málinu áfram og starf-
ar hún með heimilisiðnaðarnefnd Landsfundarins á
Akureyri, sem á fulltrúa í öllum landsfjórðungum, auk
fulltrúa Ungmennafjelaganna og Bandalags kvenna
í Rvík. — Þessar nefndir hafa þá tekið húsgagnamálið
að sjer, og vilja beita sjer fyrir að leiða það til lykta
eftir mætti. Þær hafa komið sjer saman um að boða til
verðlaunasamkepni um best gerða uppdrætti af: Borði,
bekk, 2 stólum, skáp og rúmi og haganlegri tilhögun í
baðstofu. I þeirri von að með þessu móti fáist meiri
fjölbreytni, þá geta allir átt kost á að koma fram með
tillögur sínar. Vjer treystum því fastlega, að allir ís-
lenskir listavinir, já, allir þeir sem unna íslenskri
menningu yfirleitt, styðji þetta mál með ráðum og dáð.
Vjer höfum þá trú, að takist það að gefa alþýðu manna
greiðan gang að uppdráttum af hentugum og smekk-
legum húsgögnum, sem eru auðgerð og einföld, þá muni
því verða vel tekið. — Á landssýningunni 1930 þurfa
húsgögnin að vera til sýnis, svo almenningur eigi kost
á að kynnast þeim. Það þarf að vera greiður gangur
að teikningum og að hentugu efni, og það þarf að leið-
beina mönnum með umferðarkenslu.**
* Ársritið s>Hlín« bætir 100 kr. við verðlaunafjeð, svo að það
verður þá 300 kr.
** Þótt teikningarnar yrðu ekki prentaðar, sém er afar dýrt,
mætti 2>kopíera« þær, og senda þeim sem óskuðu, okkur er ekki
vandaðra um í því efni en Svíum, mestu heimilisiðnaðarþjóð
Norðurlanda, sem öll þessi ár hafa fylgt þeirri reglu.