Hlín - 01.01.1927, Síða 43
HUn
41
Sem betur fer eykst kunnátta manna í útskurði og
vefnaði árleg-a, það kemur sjer vel, þegar þetta mál á í
hlut. — íslensk alþýða er listfeng, það vantar ekki, ein-
ungis að listfengi hennar sje beint á i'jettar brautir.
Hjer er stórmál á ferðinni. Það hefur mikla þýðingu
fylúr menningu vora, að það verði vel og viturlega til
lykta leitt.
- Halldóra Bjarnadóttir.
Landssýningin 1930.
Avarp til landsmanna.
Landssýningin 1930 stendur fyrir dyrum. — Til þess
að sú sýning verði landinu til sóma og landsmönnum að
gagni, þarf undirbúningur að vera góður, og þeir sem
að honum vinna, verða að vera vel samtaka.
Það er margt, sem nú þegar á þessu stigi málsins,
þarf að beina athygli almennings að. Af þeim ástæðum
eru þessar línur skrifaðar.
Það er þá fyrst, að við þurfum að eiga víst fylgi a.
m. k. 5 góðra manna, karla og kvenna, í hverjum ein-
asta hreppi á landinu. — Jeg tel víst, að öll kvenfjelög
og öll Ungmennafjelög á landinu standi undir merkj-
unum með okkur í þessu sýningarmáli, en nefndina þarf
að kjósa engu að síður, svo að engin, sem hæfur er til
að starfa fyrir þetta mál, fari á mis við það, af því
hann stendur utan við nefndan fjelagsskap.
Nefndina skipa 2 karlar og 3 konur (eða 2 konur og
3 karlar, eftir atvikum). Hún þarf að standa í sam-
bandi við nefnd þá, er landsfundur kvenna skipaði, og