Hlín - 01.01.1927, Side 44
42
Hlín
við Heimilisiðnaðarfjelag Islands, sem að líkindum tek-
ur sýningarhaldið á sínar herðar.
Aðalhlutverk nefndarinnar, heima í hjeraði, er að at-
huga og hafa vakandi auga á hvaða sýningarmunir sjeu
til í sveitinni eða bænum, hlutast til um að þeir verði
ekki notaðir, skemdir eða þeim fargað burtu. Nefndin
þarf að gera sjer ljóst, hvaða muni hún vill fá hjá
hreppsbúum', og biðja þá, sem hún treystir, beinlínis að
gera þessa muni til sýningarinnar.
Hvað á að sýna?
Það hefur oft verið tekið fram, þegar um sýn-
ingar hefur verið rætt, að óþarfi væri að gera sjer
far um að hafa vinnuna ípo seinlega og fína sem
frekast væri kostur á. Þvert á móti ætti þarna að koma
fram sem sönnust og rjettust mynd af heimilisiðnaði
landsmanna eins og hann er alment notaður um landið,
en það þarf engu að síður að vanda það alt sem best,
svo að það sje í sinni röð svo vel og smekkiega gert sem
kostur er á.
Hvað er heimitisiðnaður?
Það fyrst og fremst, sem landsmenn vinna á hvaða
tíma árs sem er til eigin afnota, úr þeim efnum sem til
falla í landinu sjálfu. — I öðru lagi það sem framleitt
er til eigin afnota eða til sölu úr innlendu eða útlendu
efni, þann tíma ársins, sem ekki er annað arðvænlegra
að vinna.
Tala sýningarmuna.
Það hefur komið fram tillaga um að hver hreppur
sýndi 12 muni á landssýningunni, hvorki meira nje
minna. Tilgangur þessa ákvæðis er að gera öllum jafn
hátt undir höfði, ofþyngja engum. Meiri von um vönd-
un, þegar svo fátt er sýnt. Heilbrigt kapp og metnaður