Hlín - 01.01.1927, Blaðsíða 46
44
Hlln
ils virði að það komi greinilega fram (t. d. hefur konum
í Rangárvalla- og Árnessýslum verið bent á, að það sem
sjerstaklega virðist einkenna handavinnu kvenna í
þeim sýslum er salonsvefnaður og togtóskapur). — Þær
sýslur, sem hafa átt greiðan gang að góðum rekavið,
hafa öldum saman framleitt góða smíðisgripi, o. s. frv.
Umsjón.
Það er í ráði, að hver sýsla sendi tvo menn, karl og
konu, með mununum á sýninguna, er hafi alla ábyrgð á
mununum, setji þá upp, sýni þá, selji, taki niður og hafi
heim með sjer. Þessir menn eru sjálfsagðir að hafa
hönd í bagga með undirbúningi sýningarinnar þessi ár-
in.
Útlit sýningarmuna.
Öll ullarvinna og skinnavara, hverju nafni sem nefn-
ist, þarf að vera*sjerlega vel hrein og að öllu vel verk-
uð og vel útlítandi, svo að af mununum sje engin óþef-
ur. Þetta er mikið atriði. Ennþá vantar mikið á að
þessu ákvæði sje fullnægt á sýningum þeim sem haldn-
ar hafa verið. En þessi galli má ekki lengur eiga sjer
stað. Frágangur allur á mununum verður að vera sem
allra bestur. Þar skortir okkur íslendinga sjerstaklega
á við útlendinga, við þurfum að taka okkur þá til fyrir-
mjmdar í því efni.
Útilokaðir munir.
Á landssýningu þessari má ekki vera neitt eftir
lærða iðnaðarmenn, t. d. ekki smíðisgripir eftir útlærð-
an trjesmið, en vinni sami maður að heimilisiðnaði t. d.
bókbandi, má að sjálfsögðu taka þá muni. — Iðnaðar-
menn hafa sína vinnu sjer, það má ekki blanda iðnaði
og heimilisiðnaði saman. Þá hefur verið ráðgert að taka
ekki á sýninguna silkisaumaðar landslagsmyndir nje