Hlín - 01.01.1927, Síða 47
Hlín
45
hinar svonefndu »gobelin« myndir eða veggklæði úr út-
lendum ullarjava, saumað með útlendu ullargarni eftir
útlendum fyrirmyndmn. En ef einhver vill gera mynd-
ir úr íslensku efni, þá væru þær að sjálfsögðu ekki úti-
lokaðar.
Þá þykir það illa varið tíma og kröftum að búa til
margbrotna útsagaða hluti, þeir eru líka mjög brot-
hættir og óþægilegir í flutningi, og oftast því ósmekk-
legri sem þeir eru margbrotnari.
Þá er öll vinna sem gerð er á skólum og námsskeið-
mn útilokuð frá sýningu þessari, bæði af því að sú
vinna getur aldrei orðið annað en viðvaningsverk, og í
öðru lagi af því, að sjerstölc skólasýning fyrir land alt
verður án efa haldin í náinni framtíð (e. t. v. 1930), og
þar á skóla og námskeiðavinna heima.
Gamlir munir.
Það hefur verið talað um að hafa sjerstaka deild fyr-
ir gamla li.iðn.muni, og af því að mikið er til af því tæi
í landinu, og margt af því stónnerkilegt, t. d. áklæðin
og trjeskurður ýmislegur, þá er nefndunum falið að
leita fyrir sjer um þetta, og taka til jafnaðar 2—3 hluti
úr hverjum hreppi af þessum munmn.
Viögeröir.
Ekki er það minna vert að gæta fengvins fjár en afla.
íslendingar hafa margir lagfært vel gamla hluti, á því
er oft snildarbragur. — Vel gæti komið til mála að fá
2—3 hluti vel viðgerða úr hverjum hreppi og hafa deild
fyrir þá muni á sýningunni.
Framleiöendur sýna sjálfir vinnubrögöin á sýningunni.
Þá ber þess og að geta, að ef einhver sýslubúi, karl
eða kona, kann að vinna fágæta handavinnu, sem nú er
að gleymast með þjóðinni, þá getur komið til mála að