Hlín - 01.01.1927, Side 48
46
Hlín
sá eða sú, sem þetta kann, sýndi vinnuaðferðirnar á
sýningunni sjálfri. — En þá þarf kunnátta, áhöld og
efni, alt að vera í besta lagi.
Vjelavinna.
Spuna- prjóna- saumavjelavinna o. s. frv. verður
ekki útilokuð frá sýningunni. En það þarf að fylgja at-
hugasemd hverjum hlut, hvort hann sje vjela- eða
handunninn, hvort þæft sje eða pressað í vjelum o. s.
frv. Útlitið á dúkum getur verið mjög gott, þótt þeir
sjeu ekki vjelpressaðir. Margir útlendingar mæla harð-
lega á móti vjelpressun á heimilisiðnaðarvörum, segja
það óviðeigandi. Skrautvefnað má með engu móti vjel-
pressa.
Útsala.
í sambandi við sýninguna er ráðgert að hafa útsölu
á ýmsum smámunum, sem ætlað er að aðkomumenn,
bæði innlendir og útlendir, kaupi til minja um sýning-
una. Minjagripir þessir mega ekki vera dýrir, fæstir
dýrari en 2—10 kr. hver, því margir aðkomumenn
þurfa að kaupa fleiri en einn hlut, hafa gaman af að
gefa þá, þegar heim kemur. — Það hefur spilt fyrir
sölu hingað til, hve lítið hefur verið á boðstólum af ó-
dýrum ísl. smáhlutum handa ferðamönnum. — Ef vel
gerðir, smekklegir smáhlutir væru til sölu á landssýn-
ingunni mundi þeir seljast í þúsundatali. Hver nefnd
þyrfti smásaman að geta útvegað 25 smáhluti, eða
fengið loforð fyrir þeim, svo þeir væru til. — Gaman
væri að fá sýnishorn af því, sem menn vildu framleiða
til þeirra hluta. — Eins ætti líka landsfundarnefndin
að senda sýnishorn til nefndanna af þeim munum, sem
hún vill fá gerða. — í þessu safni mega að sjálfsögðu
vera svo margir munir eftir lærða iðnaðarmenn sem
vill.