Hlín - 01.01.1927, Síða 49
Hlín
47
Þessa muni má nefna sem einkar hentuga í þessu
augnamiði:
íslensk flögg. — Smærri og stærri skinn, vel álúner-
uð og gullhrein. — Ýmsa smámuni úr íslensku birki,
steinum, leir eða surtarbrandi: Pappírspressur, ösku-
bikara, pappírshnífa, servíettuhringi, aska, öskjur. —
Ýmsa baldýraða smámuni, t.d. nálapillur. — Brúður í
íslenskum búningi. — Silfurhnappa, nælur og millur. —
íslenska skó úr selskinni (með hárinu), sauðskinni o.
fl., helst álúnerað eða mýkt á annan hátt. — Vetlinga,
illeppa og smátrefla (1 metri á lengd). — Smáteppi af
ýmsri gerð, undir borð. — Leikföng: Eftirlíking ís-
lenskra muna. — úr horni og beini: spæni, nálhús o. fl.
Nefndunum er treystandi til alls hins besta. — Heim-
ilisiðnaðurinn á ítök í hjörtum allra góðra íslendinga.
H. B.
Heilbrigðismál.
Menn gleðjast af því að sjúkrahúsum fjölgar í land-
inu, en of mikið má af öllu gera. Sjálfar byggingarnar,
innbú og árlegur rekstur kostar of fjár, og vafasamt
er, hvort okkar fámenna þjóð þolir þau útgjöld til
lengdar. Það er líka álitamál, hvort þessu fje sje ekki
betur varið á annan hátt.
Sennilega eigum við, íslendingar, nú nægilega mörg
sjúkrahús. — Næsta þrekvirkið verður að koma upp
nægilega mörgum heilnæmum og haganlegum híbýlum.
»Byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í«. —
Reynsla er fengin fyrir því, að ekkert er jafn sigursælt