Hlín - 01.01.1927, Page 50
48
Hlín
í baráttunni fyrir bættu heilsufari þjóðanna og'góð og
hentug húsakynni.
Hjer þarf hið opinbera, sem oftar, að ganga á undan,
ekki svo mjög með miklum fjárframlögum, heldur með
því að benda fólkinu í rjetta átt.
Landið á of fáa góða byggingamenn, og fólkið kann
ekki að notfæra sjer þekkingu þeirra fáu sem til eru. —
Ýmsir örðugleikar eru á að ná til þ'eirra, og leiðbein-
ingarstarfið verður í molum. Ríkisstjórnin ætti að lög-
gilda hæfa menn til að gera uppdrætti að húsum al-
mennings og hafa eftirlit með byggingu þeirra. Þeir
þyrftu að vera 30—40 og dreiíðir til og frá um landið.
Fátækur maður í sveit eða kaupfetað, sem vill byggja
sjer bæ, íbúðar- eða peningshús, mætti snúa sjer til
hvers þessara manna, sem honum líkaði best, og fá
uppdrátt og áætlanir að byggingu sinni. Maðurinn yrði
svo að greiða fyrir þessa fyrirhöfn eftir sjerstökum
taxta sem ríkisstjórnin hefði fengið byggingarmönn-
um. En þegar hann væri langt kominn að byggja hús
sitt, fengi hann upphæðina endurgreidda frá ríkissjóði
að nokkru eða öllu. — Ef byggingin kemst aldrei lengra
en á pappírinn, fengi hann ekkert endurgreitt. Þetta
mundi auka kepni hjá byggingamönnum um að gera
sem mest og sem best. Nýjum mönnum sem koma frá
útlöndum, gefist kostur á að reyna sig og sýna hvað
þeir geta, og síðast en ekki síst: Almenningur veigraði
sjer ekki við að notfæra sjer kunnáttu sjerfræðinganna
kostnaðarins vegna.
Það er sjálfsagður hlutur að þeim, sem fá lán úr
lánsstofnunum ríkisins, yrði gert að skyldu að hafa
löggiltan byggingamann sjer til aðstoðar við bygging-
una.
Þetta er eitt af því sem gera þarf almenningi til
hvatningar. — Það þarf að benda fólkinu á, að meira
ríður á að byggja góð og heilnæm hús í landinu, sem