Hlín - 01.01.1927, Page 51
Hlín
49
varðveita heilsu og starfskrafta íbúanna, en að reisa
fjölda sjúkrahúsa, sem taka við þegnunum þegar þeir
eru orðnir veikir. — Nýtísku sjúkrahús og hæli kosta
jafnmikið á hvern sjúkling og viðunandi íbúð handa
meðal fjölskyldu. (10 þúsundir króna á hvert sjúkra-
rúm), og svo er reksturinn þar að auki. Mætir menn
þessa lands álíta að heilbrigðismálin sjeu að sliga
sveita- og sýslufjelögin og jafnvel ríkið sjálft — fjár-
hagslega. — Þrír fjórðuhlutar af tekjum sumra sýslu-
fjelaga ganga til heilbrigðismálanna, og Alþingi áætlar
alt að því miljón króna til þessa útgjaldaliðar á fjár-
lögunum 1928.
Það þarf að varðveita heilsuna, viðhalda hreystinni,
auka starfsþrekið og glæða sjálfsbjargarviðleitnina. —
Ekkert gerir þetta alt í senn, jafnvel og gott heimili,
haganlega bygt og þrifalega um gengið. Hjer er ótak-
markað starf fyrir konurnar. Heimilin og uppeldi barn-
anna er þeirra aðalstarfssvið. Þessvegna þurfa þær að
taka höndum saman um byggingarmálið. — Þær mega
ekki lengur þola að bygð sjeu óheilnæm híbýli og í alla
staði ófullkomin og óhaganleg. Þær mega heldur ekki
heimta það sem húsföðurnum er um megn að standa
straum af fjárhagslega. — En konunum ber skylda til
að hafa hönd í bagga með, að því f je, sem varið er til
híbýlabygginga sje vel varið, og alt gert til að ljetta
innanbæjarstörfin, svo að meiri tími vinnist til upp-
eldis barnanna, til heimilisiðnaðar, til sjálfsmentunar.
Steinn.
Eldhúsið.
Iðnaðurinn er talsvert að aukast í landi voru. —
Langalmennasti og efnismesti iðnaðurinn er matar-
gerðin. — Rjettast mun líklega vera að flokka hana
með heimilisiðnaðinum.
4