Hlín - 01.01.1927, Síða 52
50
I
Hltn
Hversu mikið verðmæti .er farið með í eldhúsum vor-
um hjer á íslandi gHega? Því getur engin svarað til
fullnustu. En þótt daglegt fæði hvers manns í landinu
væri ekki virt nema á 1 krónu til jafnaðar, kostar fæða
okkar allra, 100 þús. manna, 36 /2 miljón króna árlega.
Allir hljóta að sjá, að það er ekki þýðingarlaust, að
þau verkstæði og þau tæki, sem notuð eru við svo stór-
feldan iðnað, sjeu sem hentugust, og að öllu leyti svo
góð sem kostur er á.
Þetta er því nauðsynlegra, þegar þess er gætt, að
verkstæðin eru jafnmörg heimilum landsins, eða hjer-
umþil 20 þúsundir, og að við matargerð fæst alt að því
fimti hver maður í landinu.
Hingað til hefur lítið verið gert til þess að útbúa eld-
húsin haganlega. — Þess hefur ekki verið gætt, að hjer
var farið með mikla fjármuni, og að hjer var unnið
mikið og dýrmætt starf. — Það væri ekki ólíklegt, að
eldhúsin og áhöldin mætti bæta svo, að fæða vor gæti
lækkað um 5%. Fyrir alt landið nemur sá sparnaður
1% miljón krónum á ári hverju, en auðvitað yrði þó
sparnaðurinn á tíma og kröftum matreiðslukonunnar
miklu meira virði.
Nýlega er komin út í Noregi bók um eldhúsið: (Halv-
dan Steen Hansen og Hans Backer Fiirst: Boken om
kjökkenet. Fabritíus & sönners forlag, Oslo 1927). Hún
er með fjölda mynda af nýtísku eldhúsum og fjölmörg-
um bendingum um haganlegt fyrirkomulag og þægindi,
sem húsmæðrum og öðrum starfsmönnum eldhússins
í hag koma. Höfundarnir eru tveir ungir menn, sem
hafa hlotið verðlaun fyrir 2 bestu eldhúsin á sýningu,
sem kvenfjelög í Oslo efndu til. Eldhúsin voru síðar
sýnd víðar í borgum Noregs. Kvenfjelögin önnuðust um
það. — Höfundarnir geta þess, að það hefði þótt fyrir-
sögn hjer á árunum, ef sjerstök bók hefði komið út um
eldhúsið, það hafi þá ekki verið svo hátt upp skrifað.