Hlín - 01.01.1927, Page 53
Hlín
51
En á byggingarþinginu mikla í Lundúnum 1916, var
eldhúsinu ætlað að verða »bjartasta og vingjarnlegásta
herbergið í húsinu«.
Hinir ungu bókarhöfund'ar eru mjög hrifnir af ný-
tísku eldhúsunum amerísku, segja, eins og satt mun
vera, að þau hafi náð svo mikilli fullkomnun, af því að
heimilisvinnan er þar mjög dýr, og í öðru lagi af því,
að húsbændurnir vinna þar mikið sjálfir að matargerð-
inni.
íslensk kvenfjelög ættu að fara að dæmi frændkvenna
sinna í Noregi: Efna til samkepni um besta eldhús fyr-
ir íslenskar húsmæður.
Þess er full þörf hjer líka að spara fje, fjör og tíma.
Sveinbjörn Jónsson,
byggingafræðingur, Knararbergi.
Húsmæðrafrœðsla.
Erindi
flutt á Búnaðarþinginu 1927 af Ragnliildi Pjetursdótt-
ur, Háteigi.*
Það eru nú rúm tuttugu ár síðan, að jeg, eins og svo
margir á undan mjer og eftir, lagði frá landi til þess
að leita mjer þekkingar á því máli, sem hjer liggur
fyrir. — Á þessum 22 árum hafa orðið nokkrar breyt-
ingar í því efni hjer hjá okkur og líklega til bóta, en
betur má, ef duga skal.
* Erindið er lítið eitt aukið og breytt.
4*