Hlín - 01.01.1927, Qupperneq 54
52
Hlm
Þegar jeg fór utan haustið 1905, kom Halldóra
Bjarnadóttir (ritstj. Hlínar), er þá var kennari í Moss
i Noregi, mjer fyrir á húsmæðraskólanum á Berby, sem
þá var nefndur: »Den praktiske jenteskole i Smaalen-
ene«, nú hefur þessi skóli flutst að Risum hjá Hallen,
og heitir nú »östfold husmorskole«. — Að jeg komst
þarna að, hef jeg eflaust átt að þakka landa mínum,
þáverandi ráðsimanni þar, hr. Benedikt Kristjánssyni,
nú bónda á Þverá í Axarfirði, og hafi hann mínar bestu
þakkir fyrir.
Jeg vil nú lýsa að nokkru þessum skóla, hann er rek-
inn með líku eða mjög svipuðu fyrirkomulagi enn þann
dag í dag, óg hafa fleiri skólar í Noregi verið sniðnir
eftir honum. — Þessi skóli var 10 mánaða skóli og var
þar kent: Matreiðsla, hirðing á húsi og heimili, sauma-
skapur, vefnaður, gai'ðrækt, meðferð mjólkur, mjaltir,
hirðing kúa, hænsna og svína. — Þetta eru nokkuð
margar verklegar námsgreinar, en ekki fleiri en þau
störf, er koma fyrir á hverju umfangsmiklu sveita-
heimili. Það væru þá helst svínin, sem við hjerna könn-
umst svo lítið við, en það er meir en tími til kominn
fyrir okkur að gefa þeim skepnum gaum, þó ekki væri
nema til heimilisnotkunnar. — Ennfremur var þarna
allmikið af bóklegri fræðslu. Þannig voru 2—3 bóklegir
tímar alla virka daga. Á þá vár svo skift hinum ýmsu
námsgreinum, sem voru: Móðurmálið, reikningur og
bókfœrsla, efnafræði, eðlisfræði, heislufræði, húsdýra-
fræði, garðrækt, og þá síðast en ekki síst, alt sem heyrði
til matarefnafræði og samsetningu matar í daglegu lífi.
— Auk þess voru fyrirlestrar í bókmentasögu Noregs,
og söngur var kendur einu sinni í viku. — Þessar voru
þá þær námsgreinar, sem taldar voru sjálfsagðar á 10
mánaða hússtjórnarskóla í Noregi fyrir 22 árum, og
enn þann dag í dag eru þær taldar sjálfsagðar og heimt-
aðar á hússtjórnarskólum þeiim, sem starfa x 10 mánuði.