Hlín - 01.01.1927, Side 55
Hlín
53
En á 5 mánaða húsinæðraskó 1 unum eru ekki svo marg-
ar námsg'reinar heimtaðar, ekki hægt að koma þeím
við, svo gagn megi að verða. Þar er mest. áhersla lögð
á matreiðslu. — Þó vil jeg geta þess, að í sltólaskýrslu,
sem jeg hef ný-fengið frá Opland husmorskole á Bon-
delia, sem starfar hæði með 10 mánaða og 5 mánaða
námsskeiðum samtímis, þar vinna stúlkurnar 8 tíma á
dag, og tveirn af þeim er varið til bóklegrar fræðslu. —
Af því má sjá, að Norðmenn telja sjálfsagt að binda
saman verklega og bóklega fræðslu.
1906 var í Noregi enginn skóli, sem ríkið kostaði, er
hafði það sérstaka hlutverk að menta kenslukonur, sem
gætu tekið að sjer umferðarkenslu í matreiðslu og
kenslustörf á húsmæðraskólum. En það er líklegt að
einkaskólar hafi gert það, svo sem skóli Torgersen-
hjónanna, Berger í Asker, og húsmæðraskóli frú
Schönberg, Oslo. — En mjer er kunnugt, að árið áður
en jeg kom að Berby, höfðu fjórar stúlkur, fyrir vel-
vild skólastjóra F. Nilsens og konu hans, er líka var
forstöðukona skólans og framúrskarandi góð kona,
fengið að halda áfram námi, svo þær yrðu færar um að
vera kenslukonur. — Á þessum árum sóttu forvígis-
konur Norðmanna þekkingu sína í húsmóðurfræðum
mikið til Svíþjóðar og Danmerkur og eflaust víðar. —
En bæði Svíar og Danir höfðu þá komið á hjá sjer skól-
um fyrir kennaraefni í hússtjórnar- og húsmæðrastörf-
um.
Um sumarið 1907 auglýsti »Selskabet for Norges vek
að það gengist fyrir námsskeiði fyrir konur, er vildu
verða kenslukonur í matreiðslu og hússtjórn, og þetta
námsskeið átti að halda í Oslo veturinn 1907—4908. —
Af velvild Norðmanna, og með aðstoð vina mínna,
komst jeg á þetta námsskeið, og var á því meðan það
starfaði í Oslo. — En þar nutum við allrar þeirrar bók-
legu fræðslu, sem þá var krafist af kennaraefnum, og