Hlín - 01.01.1927, Qupperneq 56
54
Hlin
einnig verldegrar, þar sem við fengum leiðsögn í að
kenna börnum í skólaeldhúsum. — En námsgreinarnar
voru flestar þær sömu sem á Berbyskólanum, nema
miklu meiri kunnátta heimtuð í hinum ýmsu greinum,
þar að auki bakteríu- og gerlafræði, þjóðfjelagsfræði
og hjálp í viðlögum. — Og mjer er óhætt að segja það,
að við lærðum mikið. — En að loknu námsskeiðinu í
Oslo var stúlkunum g er-t aö s ky Idu að vera um
sumarið á verklegu framhalds-námsskeiði á Berby-
skólanum, til að taka þátt í öllu verklegu, og ná fastari
tökum á að kenna, og meiri praktiskri þekkingu á þörf-
um sveitanna og almennings, áður en þær tækju að sjer
umferðarkenslu eða kenslu á sveitaskólum. Þó höfðu
sumar af þessum konum verið kenslukonur við hús-
mæðraskóla, og allar verið á húsmæðraskólum um
lengri eða skemri tíma.
Jeg get þessara skóla svo nákvæmlega af því, að jeg
veit, að fjöldinn allur af þeim sem vilja liðsinna þessu
máli, eru ekki nægilega kunnugir fyrirkomulagi á slík-
um skólum, og hve mikið og margar námsgreinar eru
kendar þar, nje hve mikillar kunnáttu ^er krafist af
þeim sem ætla að kenna. — Og ennfremur get jeg þess •
ama af því, að þessi f jelög: »Selskabet for Norges Vel«
og Búnaðarfjelag ísl. eru hliðstæð fjelög, hugsa hvort
um sig um heill lands síns eftir mætti. — »SeIskabet for
Norges Vel« skifti sjer af búnaði og húsmæðrafræðslu,
umferðarkenslu og öllu þvílíku, sem landinu mátti
verða til góðs og Búnaðarfjelag íslands hefur líka gert
þetta um langt skeið, eða svo lít jeg á. — Það hefur
skift sjer af húsmæðrafræðslu, styrkt skóla og umferð-
arkenslu, og ennfremur hefur það oft styrkt ungar kon-
ur til að afla sjer þekkingar á húsmæðraskólum á Norð-
urlöndum, og vel sje Búnaðarfjelaginu fyrir að hafa
gert þetta.