Hlín - 01.01.1927, Page 57
Hlln
55
En nú virðist mjer og mörgum öðrum afstaða okkar
breytt í þessum efnum:
V i ð þ ur f um að f á kenslukonufræðsl-
una í þ e s s ari námsgrein f lutt a inn í
landið. Og það er það, sem jeg vil nú leggja fyrir
Búnaðarþingið, hvort það sjái sjer ekki fært að beita
sjer fyrir þessu.
Það eru ýms straumhvörf hjá þjóð vorri nú, og það
* virðist, sem hringiða eyðslu og skemtana ætli að draga
okkur í kaf. Einn bjarghringurinn upp úr hringiðunni
er aukin þekking í verklegiun störfum daglega lífsins.
Að húsaskipun og daglegum verklegum framkvæmdum
sje vel fyrir komið, svo að húsmiæður, og þeir aðrir, er
að hússtörfum vinna, þurfi ekki að kikna undir þunga
þeirra fyrir óhagsýni og þekkingarskort, og að hætt
verði að líta smærri augum á þau verk en önnur, sem
fyrir koma í lífinu.
Mjer þykir líklegt að B. f. haldi áfram að styrkja
matreiðslunámsskeið í sveitum og sjávarþorpum, það
miðar að því að halda kvenfólkinu heima og gera því
kleift að fá byrjunarþekkingu í þessum fræðum — já,
oft er það bæði sú fyrsta og síðasta sem það á kost á.
Jeg er sannfærð um að slík námsskeið geta orðið að ó-
trúlega miklu liði. —* En til þess að þau verði okkar
landi til blessunar verður mentun kenslukonunnar að
vera bygð á íslenskri þekkingu, hagsýni og reynslu.
Við sem höfum verið við þennan starfa, getum vel
um það borið, hve mikil fásinna það er að ætla okkur,
með eingöngu útlenda þekkingu í matreiðslu, að fara
upp um sveitir og út um þorp og kenna þar norska og
danska matargerð. — Það eru ekki nema þær þroskuð-
ustu sem geta orðið að liði. Þetta er líka auðskilið og
eðiilegt, þegar við athugum, að næstum því hver sýsla,
auk heldur landið í heild, hefur sína sjeraðstöðu með
mataræði.