Hlín - 01.01.1927, Blaðsíða 58
56
Hlín
Jeg var eitt ár umferðakennari hjá Búnaðarfjelagi
íslands eftir að jeg kom heim, það var veturinn 1908—
1909, svo jeg tala hjer af reynslu. Því er það, að mig
langar til að leggja þetta mál fyrir B. í., og fá það til
að beita sjer fyrir því. Og jeg vil undirstrika það, að ef
B. í. ætlar að halda uppi umferðakenslu, eins og það
hefur gert flest árin, síðan jeg var í þjónustu þess, þá
verður það nú að byrja á því, sem það hefði átt að vera
búið að fyrir löngu, nefnilega að yangast fyrir inn-
lendri mentun fyrir þær konur sem það sendir út um
bygðir landsins.
Jeg hef talsvert hugsað um þetta mál og vil nú leggja
það fyrir háttvirt Búnaðarþing eins og mjer finst það
framkvæmanlegt, með þeirri aðstöðu sem við höfum nú.
— Það sem til er af mentastofnunum í þessum grein-
um er: Hússtjórnardeild Kvennaskólans í Reykjavík og
hliðstæður skóli á ísafirði, og Blönduósskólinn, sem eft-
ir breytinguna má telja til húsmæðraskólanna. Staðar-
fellsskólinn og Knararbergsskólinn (í Eyjafirði) taka
til starfa í haust, og hjá frú Sigrúnu Blöndal í Mjóa-
nesi er von á húsmæðrafræðslu í nainni framtíð.
Þetta eru þá þeir skólar sem við eigurn og eigum von
í. — Jeg vil leyfa mjer að dvelja litla stund við Hús-
stjórnardeild Kvennaskólans í Reykjavík, eins og hún
var, meðan jeg starfaði við hana. — Það var ákveðið að
á hverjum vetri væru haldin tvö námsskeið, og 12 stúlk-
ur gætu verið á hvoru um sig í einu. í heimavist voru
auk þess 18 bekkjastúlkur, og átti hússtjórnardeildin
að fæða þær, þar að auki átti hún að hafa forstöðukonu
skólans í fæði, þjónustustúlku og mig. Það voru því 33
konur, sem áttu að hafa mat hjá deildinni. — Það sem
forstöðukonu hússtjórnardeildarinnar bar að annast
var: öll innkaup í mat og eldsneyti (þá var ekki rafur-
magn og ekki gas), taka á móti öllum kostpeningum og
greiða alla reikninga, og þar með halda alla reikninga,