Hlín - 01.01.1927, Síða 59
HUn
57
— og svo að annast meiripartinn af kenslunni (leik-
fimi og heilsufræði kendi Björn Jakobsson, kennari, og
Sigrún Bergmann, hjúkrunarkona, hjúkrun). Verklegu
kensluna hafði jeg á hendi, og tvo tírna í viku matar-
efnafræði, eftir því sem föng leyfðu. — Það segir sig
sjálft, að þar sem 19 kostgangarar eru, verður að taka
mikið tillit til þeirra, bæði um mataræði, og að alt komi
á sem rjettustuim tíma. — Við deildina voru til góð
kensluáhöld, sem að hinu verklega laut, svo sem borð-
búnaður, pottar, skálar, sleifar o. s. frv. Það var nægi-
legt og stóð til bóta, eldhús og búr voru rúmgóð og
björt. E.n það var ekkert til af áhöldum, sem þurfti til
kenslu í því bóklega. — Við deildina reyndist mjer of
mikið starf fyrir eina kenslukonu, sem átti þá að sjá
u-m öll kaup og reikningshald, en of lítið fyrir tvær, og
jeg þýst við, að þær konur, sem hafa starfað við deild-
ina á eftir mjer, hafi söm-u sögu að segja.
Af því að mjer er kunnugt um, að húsrúmi deildar-
innar er svo varið, að því irnætti breyta, og af því að
hússtjórnarskólar með kostsölu geta aldrei orðið til-
líka eins góðir og hinir, sem lifa og starfa eingöngu
fyrir nemendur sína, og af því að mjer er vel til hús-
stjórnardeildarinnár og vil gjarna sjá hana komast úr
þeim kuðung sem hún er í, en aðstandendur hennar
hafa ekki í 17 ár sjeð sjer fært að breyta henni og full-
komna, þá langar mig til að sýna fram á hvernig B. í.
gæti hagnýtt sjer aðstöðu hússtjórnardeildarinnar hjer
í Rvík og um leið orðið henni lyftir í kyrstöðunni. Það
sem fyrir mjer vakir er þetta: Að Hússtjórnardeild
Kvennaskólans í Rvík yrði aukin að nemendum og
kenslukröftum þannig: að undir hana legðust heima-
vistirnar, að kostsalan til kostgangara legðist niður, að
tveir fastakennarar störfuðu þar, að deildin gæti tekið
á móti 20 nemendum við vanaleg hússtjórnarskólastörf,
þar sem bóklegt og vei'klegt færi saman, og 4 konum,