Hlín - 01.01.1927, Síða 60
58
Hlin
*
sem ætluðu sjer að verða kennarar. (Það er að líkíndum
ekki þörf á nema 4 kennaraefnum árlega, því fleiri
fengju ekki atvinnu við umferðakenslu eða hússtjórn-
arskóla). Kenslufyrirkomulagið yrði sv'ipað og á hlið-
stæðum skólum erlendis.
Hver sú kona, sem ætlar að verða kenslukona, verður
að hafa göða mentun og hafa verið að minsta kosti 5
mánuði á hússtjórnarskóla, og best væri, að hún hefði
verið eitt ár við heimilisstörf — annarstaðar. Því þær
einar konur eiga að verða kennarar, sem hafa brenn-
andi áhuga á öllu sem þjóðinni okkar má verða til bless-
unar, og byggja það á reynslu þjóðarinnar.
Þá vil jeg benda á þá góðu aðstöðu, sem Reykjavík
hefur í þessu efni, þar sem hjer eru saman komnar all-
ar rannsóknarstofur ríkisins, — eru mjer þá aðallega
í hug sá hluti gerla- og bakteríufnæðinnar, sem við-
kemur mat og matargerð. Þar að auki höfum við Gróðr-
arstöðina, og er líklegt að mætti hagnýta sjer það.
En eitt getum við ekki samrýmt Hússtjórnardeild
Kvennaskólans, það er hin nauðsynlega þekking á mat-
aræði og háttum sveitanna, á meðferð mjólkur og bú-
penings. — Þessvegna hef jeg látið mjer detta í hug,
hvort ekki væri hægt að láta síðasta áfanga kenslunnar
verða Staðarfellsskólann, Knararbergsskólann eða ein-
hvern annan húsmæðraskóla, sem upp kann að rísa
í sveit. — Þar fengju kennaraefnin praktíska, verk-
lega þekkingu. Við megum ekki gera okkur ánægð með
að litið sje smáum augum á okkar matargerð og okkar
siðu, þó hún líkist ekki matargerð á veitingastöðum
stórborganna. — Við höfum nú búið að okkar háttum
í 1000 ár, matarefnin.eigum við góð, þau eru ekki ann-
arstaðar betri, íslenskur matur vel til búinn, tekur
nokkur honum fram? — Það þurfa bara allir sem fást
við matreiðslu að læra að búa til góðan og hollan mat
og fara vel með matarefnin og matinn. — Þetta eiga