Hlín - 01.01.1927, Qupperneq 61
Hlín
59
hússtjórnarskólarnir að kenna, þeir eiga að verða mið-
stöð þjóðlegrar hagsýni í matargerð, í húfjbúnaði, í
húsaskjpun og hagkvæmu fyrirkomulagi úti og inni.
Jeg vil láta þess getið hjer, hvað Halldór skólastjóri á
Hvanneyri lagði til þessara mála í fyrirlestri, sem hann
hjelt á húsmæðranámskeiði á Hvítárbakka fyrir nokkr-
um árum. Hann sagðist vilja að hússtjórn og matreiðsla
yrði þegnskyldunám fyrir okkur konur. — Jeg er sam-
mála skólastjóranum í þessu. Allar konur ættu að
læra hússtjórn og matreiðslu, hvort sem þær giftast eða
ekki. — En þá verða líka að koma upp stofnanir, sem
kenna okkur að vinna alhliða heimilisstörf, og kenna
það þannig, að okkur verði vinnan kær, að við elskum
að vinna. Að okkur sje jafn kært að fara út og mjólka
kúna okkar eins og að sitja við sauma, að okkur sje
jafn ljúft að hreinsa til og prýða utan húss eins og inn-
an, og það þó við eigum ekki húsið sem við búum í. —
Þá myndi líta öðruvísi út kringum mörg hús í Reykja-
vík t. d., en nú á sjer stað.
Jeg Ijet þess getið í grein, sem jeg ritaði í »Frey«
um þetta mál í vetur, að Búnaðarfjelaginu bæri skylda
til að koma þessu máli í það horf, sem við mætti una.
Það er tvent sem hefur knúð mig til að halda þessu
fram: Það fyrst, að Búnaðarfjelag Íslands hefur altaf
haft afskifti af þessum málum, og þar með viðurkent
skyldu sína til þeirra. -— Hin skuldbindingin er, þegar
það tekur við rekstri hússtjórnarskóla frú Elínar
Briem Jónsson. —
Þegar frú Elín afhenti fjelaginu skólann 1901, þá
var það af því að hún bar traust til þessa f jelags, og í
þeirri von og trú að það myndi sjá sjer fært að halda
skólanum áfram og endurbæta hann. — Má einnig glögt
sjá þann hug, sem Þórhallur biskup (form. B. f.) bar til
þessa máls af tillögu, sem hann vildi fá Búnaðarþingið
til að samþykkja. Þar vildi hann láta Búnaðarþingið