Hlín - 01.01.1927, Qupperneq 62
60
Hlln
skuldbinda fjelagið til að koma upp »nýjum, myndar-
legum hússtjórnarskóla«. — Búnaðarþingið feldi tillögu
Þórhalls biskups, en ákvað að taka við skóla frú. Elínar
og reka hann.* — Eftir reikningum, sem finna má í
* Á 7. fundi Búnaðarþingsins 1901, er haldinn.var 26. ágúst,
segir svo: »Tekið til umræðu málið Um hússtjórnarskólann, og
hafði Guðlaugur Guðmundsson framsögu fyrir nefndarinnar
hönd; taldi hún nauðsynlegt að hússtjórnarskóli væri til í land-
inu, til þess að væntanlegar húsmæður, sem að einhverju lcyti
stunda búnað, eða lifa' á honum, geti fengið þar, nauðsynlega
fræðslu til undirbúnings undir stöðu sína, og að það lægi Búnað-
arfjelaginu næst að halda honum uppi. — 1 sambandi við það bar
nefndin fram þá tillögu: »Búnaðarþingið ákveður að taka tilboði
frú Elínar Eyjólfsson., (Það er frú Elín Briem Jónsson). Enn-
fremur ákveður Búnaðarþingið að fela stjómai'nefndinni að taka
að sjer stjórn skólans, og taka til íhugunar og undirbúnings und-
ir næsta Búnaðarþing, hverjar Umbætur þurfi að gera á skólan-
um og hvernig fyrirkomulag hans skuli vera.
Borin var fram af Þórhalli Bjamarsyni sú breytingartillaga:
»Búnaðarfjelag'ið tekur á móti eignaleifum hússtjórnarskólans
með þeirri skuldbindingu, að koma upp nýjum, myndarleg'um
hússtjórnarskóla, svo skjótt sem kringumstæður leyfa«. Tillaga
þessi var feld; en tillaga nefndarinnar samþykt með 6 atkv.
samhljóða«.
Þett.a hefur þá gerst 26. ágúst 1901. Ef við flettum svo upp
XVI. árg. Búnaðarritsins prentuðum 1902 verður fyrir okkur rit-
gerð er heitir: »Eftir búnaðarþingið og alþingi 1901.« Ritgerðin
er undirrituð Þ. B. — í greininni er (á bls. 6) dálítil klausa um
þetta mál, sem gefur nýjar upplýsingar, og vil jeg leyfa mjer að
vísa til hennar, þeim sem vilja fræðast um þetta mál. En mig
langar þó til að tilfæra hjer lítið eitt úr tjeðri grein: »Mikill
vandi og ekki minni kostnaður lagðist Búnaðarfjelaginu á bak,
er þingið tók að sjer Hússtjómarskólann hjer í Reykjavík með
öllum skyldum og rjettindum, eignum og skuldum Jeg var ó-