Hlín - 01.01.1927, Blaðsíða 63
Hlín
61
Búnaðarritinu frá þeim tímum, má sjá, að eignir skól-
ans hafa verið virtar á kr. 6442,12 — þar af var innbú
samþykkur þeirri ályktun, en játa mjer jafnskylt, þrátt fyrir
það, að fylgja henni dyggilega fram, að því er til minna kasta
kemur. — Úr Þingeyjarsýslu kom til þingsins erindi frá mörg-
um konum, að veita kvenþjóðinni aðgang að nokkurri fræðslu í
landbúnaði, og jeg er í fylsta máta samdóma nefndinni, sem
fjallaði um hússtjómarskólamálið á Búnaðarþinginu, að gott sje
»að væntanlegar húsmæður, sem að einhverju leyti stunda búnað,
eða lifa á honum, geti fengið nauðsynlega fræðslu til undirbún-
ings undir stöðu sína«. Og' gennilega verður maður þá um leið
að vera samþykkur nefndinni um það, að til þess sje »nauðsyn-
legt að hússtjórnarskóli sje í landinu«. Bóklega fræðslu »til
undirbúnings undir stöðu sína« geta sveitakonur vísast fengið
besta í Reykjavík, en verklega' síður, svo að henti sveitabúum,
síst í meðferð mjólkur, sem hjer verður of dýr til þess, að með
hana verði farið að nokkru ráði. Eigi húsmæðrafræðsla að vera
hjer í Reykjavík, virðist tvent vera til: Annaðhvort verður að
feisa, fyrir fjárveitingu frá alþingi, myndarlegt hús fyrir skól-
ann, þar sem stúlkurnar eru til heimilis að öllu leyti, og forstöðu-
kona er skipuð yfir, eða þá, að stúlkurnar eigi heimili úti í bæ,
en þeim sje komið fyrir, með einhverri dálítilli meðgjöf til mat-
reiðslunáms og annars verklegs náms', hæfilega margar stundir
á viku. — Slíka staði ætti að meiga fá allgóða í Reykjavíkur-
fjölmenninu. — Bóklega kenslan gæti orðið svipuð, hvor leiðin
sem farin yrði. — Annars verður fengin nokkur reynsla um bók-
legu kensluna fyrir næsta Búnaðarþing, þar sem dálítið verður
byrjað á henni á þessu ári, eins og auglýst hefur verið.
Fyrri leiðin er sjáanlega miklu kostnaðarsamari, en telja
mætti til gildis húsbyggingu, að Búnaðarfjelagið þarf allmikið
húsrúm fyrir sig, og gæti þá verið í samlögum um húsið, að jeg
ekki nefni, ætti að fara að koma hjer upp vetrarkenslu fyrir bú-
fræöinga. Hússtæðið er til á lóð hússtjórnarskólans, hún stendur
í fast að 3000 kr., og er það helsta skuldin, sem Búnaðarfjelag-