Hlín - 01.01.1927, Page 64
62
Hlm
skólans virt á kr. 3585,33. Voru þar í uppbúin rúra
handa 10 stúlkum, dúkar, borðbúnaður og alt annað
sem þarf til að reka heimavistarskóla með mikilli kost-
sölu og veisluhöldum.
Jeg get fullvissað þá, sem ekki hafa átt því láni að
fagna að kynnast frú Elínu, að þar sem hún lagði hönd
eða hug'að verki, þar var vel unnið, með hagsýni og ó-
sjerplægni. Innbú skólans hlaut því að vera vandað,
það gat ekki verið annan veg frá hennar hendi. Enda er
þetta stór upphæð 1901, þó okkur finnist hún lág nú,
til að útbúa stóran' kostsöluskóla. En það er ekki alt
talið enn. Hún afhenti líka lóð undir skólahús, og er
hún hvorki meiri eða minni en sú lóð, sem hús B. í. og
Iðnskólinn standa á. öll eignin, eftir reikninguim B. í.,
er virt á kr. 6442,12, og er óhætt að fullyrða að það hef-
ur ekki verið há virðing.* *
ið verður nú að leysa fyrir skólann, en telja má lóðina vel seljan-
lega fyrir það verð, og lóðin stígur í verði. — Þó að jeg, enn sem
komið er, hafi betri trú á hússtjórnarskóla fyrir sveitakonur á
góðu sveitaheimili .t d. Hvanneyri, þar sem mjólkurskólinn er
fyrir, mundi jeg geta sætt mig við hússtjórnarskóla í Keykjavík,
væri hann rekinn sem heimili, en ekki sem matsölustaður með
veisluhöldum.«
*Á Búnaðarþingi 1903 er ákveðið, að skólanum 3>sje haldið á-
fram næstu tvö ár á sama hátt og undanfarin ár. Að lóð Hús-
stjórnarskólans sje ekki seld, og að málið um húsbyggingu fyrir
skólann sje lagt fyrir næsta Búnaðarþing«.
Á Búnaðarþingi 1905 kom svohljóðandi tillaga frá P. J. á
Gautlöndum: »Fjelagsstjóminni er heimilt að selja lóð hús-
stjórnarskólans í Reykjavík, ef 4000.00 kr. verð fæst að minsta
kosti«. Till. var feld með jöfnum atkvæðum. — Það sjest ekki af
fundargerðinni, hvort rætt hafi verið um húsbyggingu fyrir skól-
ann eins og Búnaðarþingið 1903 gerði ráð fyrir. Það sjest nú